Leita í fréttum mbl.is

Ráðgjafi íslenskra stjórnvalda reiður evrulöndunum

Svo sem fram hefur komið hefur verið kallað eftir erlendum ráðgjöfum fyrir verkefnisstjórn sem ríkisstjórnin skipaði til að leggja mat á peninga- og gengisstefnu Íslands eftir losun fjármagnshafta. Einn þessara ráðgjafa er Athanasios Orphanides, prófessor við MIT-háskóla og fyrrum seðlabankastjóri Kýpur. Hann var alls ekki sáttur við það hvernig evran hagnaðist Þjóðverjum en varð Kýpur og öðrum jaðarríkjum til trafala.

Um það má lesa hér: Former ECB Official Orphanides Points Finger for Euro Woes at Politicians, Mainly Germans.

Sjá einnig hér: What happened in Cyprus.


ESB leiddi hörmungar fyrir fiskiðnað í Bretlandi. Nú ná Bretar aftur miðunum

Fiskveiðar og fiskiðnaður í Bretlandi hefur orðið fyrir verulegum og neikvæðum afleiðingum af aðild Bretlands að ESB. Floti erlendra skipa hefur veitt stóran hluta af afla á Bretlandsmiðum. Andvirði þess sem skip frá öðrum ESB-löndum veiða á breskum miðum er um fimm sinnum meira en það sem bresk skip veiða á miðum annarra ESB-ríkja. Nú verður breyting á, vona Bretar, ekki hvað síst í Grimsby þar sem fólk hefur í aldir byggt afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu. Þar sér fólk nú fram á bjartari tíma þegar Bretar ná aftur yfirráðum yfir eigin fiskveiðiauðlindum.

Sjá hér: Will Brexit make Grimsby great again?

Sjá einnig hér grein í The Telegraph.


Evran ekki góður kostur

Þetta er niðurstaða OECD um gjaldmiðlamál í nýlegri skýrslu stofnunarinnar: „Með hliðsjón af öllu sem að fram­an er nefnt er það mat OECD að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag pen­inga­mála, með krón­una og fljót­andi gengi, sé raun­hæf­asti kost­ur­inn sem Íslandi standi til boða eins og staðan sé í dag.“

Sjá mbl.is.

Sjá OECD.


mbl.is Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eygló Harðardóttir minnir á ágæti krónunnar

Það er fróðlegt að fylgjast með umræðu Eyglóar Harðardóttur fyrrverandi ráðherra og Jónu Sólveigar Elínardóttur þingmanns Viðreisnar í Sprengisandi Bylgjunnar undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar rétt í þessu. Eygló minnir á ágæti íslensku krónunnar í að aðlaga efnahgagslífið breyttum aðstæðum og minnir á þá skekkju sem evran hefur valdið innan ESB þar sem Þjóðverjar hafa grætt en Grikkir og fleiri tapað. Jóna reyndi að halda lífi í evrustefnu Viðreisnar - en viðurkenndi um leið að þar væri lítil von um árangur í framkvæmd.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 144
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 1079
  • Frá upphafi: 1117678

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 952
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband