Leita í fréttum mbl.is

Frakkar róa Kínverja vegna evruóróans

Forystumönnum í ESB-löndunum, svo sem forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, er umhugað um að telja Kínverjum trú um að evrusvæðið muni standa af sér þann ólgusjó sem Grikklandsfárið veldur. Kínverjar eru jú að fjárfesta í stórum stíl í mörgum ríkjum Evrópu og vilja uppskera sem þeir sá.

Á sama tíma er hin nýja gríska ríkisstjórn að stöðva áfrom um frekari fjárfestingar Kínverja í Grikklandi, svo sem kaup á Kínverja helstu höfnum landsins.

Gríska evrufárið er líklega rétt að byrja. Á endanum verða aðrar evruþjóðir að fallast á kröfur Grikkja.

Að öðrum kosti yfirgefa þeir evrusvæðið.


mbl.is Reyndi að draga úr áhyggjum af evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES-reikningurinn hækkar verulega

EFTA-ríkin hafa þurft að greiða sem nemur um þrjú hundruð milljörðum króna á ári fyrir aðgang að EES-svæðinu. Nú vill ESB hækka þann reikning verulega eins og fram hefur komið í fréttum frá Noregi.

Greiðslan er hugsuð til þess að bæta efnahagslega- og félagslega stöðu í þeim löndum þar sem fólk hefur minnst á milli handanna.

Óljóst er enn hve mikið ESB vill hækka reikninginn en Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að kröfur ESB séu algjörlega óraunhæfar. Vissulega hefur Noregur greitt bróðurpartinn af reikningnum en Ísland og önnur EFTA-lönd munar einnig um sinn hlut, hvað þá verði hann hækkaður verulega.

EES-aðildin kostar því sitt í framtíðinni þótt stærsti kostnaðurinn fyrir Íslendinga af aðildinni sé hið gallaða regluverk fyrir fjármálakerfið sem gerði íslenskum bönkum kleift að þenjast út í ESB-löndunum.

 


EES-samningurinn dýrasta gjörð stjórnvalda

EES-samningurinn er dýrasta gjörð íslenskra stjórnvalda. Hann gerði íslenskum bönkum kleift að þenjast út erlendis og stuðlaði þannig að einu mesta fjármálahruni í veraldarsögunni. Tugþúsundir skriffinna ESB framleiða reglur og lög á færibandi sem ríkjum á EES-svæðinu er ætlað að skrifa í sína lagabálka. Það er dýrt og það er ógerlegt.

Þess vegna eiga Íslendingar að bremsa af reglusetningargleðina í samstarfi við aðrar minni þjóðir á EES-svæðinu, svo sem Norðmenn sem eru orðnir æ fleiri þeirrar skoðunar að tempra beri EES-samninginn eða jafnvel segja honum upp.

Hvar er umræðan um agnúa EES-samningsins hér á landi?


mbl.is Kostnaðarsöm mannfæð í stjórnkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja ára Icesave-afmæli

Það er ástæða til þess fyrir komandi kynslóðir Íslendinga að muna daginn 28. janúar 2013 því þá vannst fullnaðarsigur þjóðarinnar í Icesave-málinu. Ríkisstjórn landsins stóð ekki í lappirnar gegn útlendu valdi og samþykkti að þjóðin skyldi bera ábyrgð á skuldum og basli bankanna. Því neitaði þjóðin og Efta-dómstóllinn dæmdi þjóðinni í vil á þessum degi fyrir tveimur árum.

Þingmenn Framsóknarflokksins minntu á þennan merka áfanga í sögu þjóðarinnar á þingi í dag.

RUV segir svo frá:

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa í umræðu um störf þingsins á Alþingi óskað þjóðinni til hamingju með daginn, en í dag eru tvö ár frá því að Ísland hafði sigur í Icesave málinu gegn Efta dómstólnum. Tala þingmennirnir um fullnaðarsigur í Icesave málinu sem vert sé að fagna á þessum degi.

Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir, hófu öll ræður sínar undir liðnum störf þingsins, á að óska þingi og þjóð til hamingju með Icesave-sigurinn. Hægt er að heyra ræður þeirra hér

Vigdís Hauksdóttir sagði þjóðina hafa unnið fullnaðarsigur. „Í dag eru tvö ár síðan við Íslendingar unnum mál fyrir alþjóðlegum dómstóli, EFTA-dómstólnum, og unnum þar með fullnaðarsigur yfir Bretum og Hollendingum og ESB sem stefndi sér inn í Icesave-málið,“ sagði Vigdís. 

EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu, en þær voru að viðurkennt yrði með dómi að Ísland hefði annars vegar brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að greiða ekki eigendum Icesave reikninga lágmarksinnstæðutryggingu. Hins vegar var þess krafist að viðurkennt yrði með dómi að Ísland hefði brotið gegn almennum reglum EES samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Íslensk stjórnvöld tryggðu að fullu innstæður á reikningum hinna föllnu banka hér á landi en ekki innstæður á reikningum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Niðurstaða dómsins var sú að ekki var um brot á EES samningnum að ræða.


Evran eru mistök sem ekki er hægt að leiðrétta

Yanis VaroufakisNánast allir eru nú sammála um að það hafi verið mistök að Grikkir skyldu taka upp evru. Vandamálin voru næg fyrir en þau hafa vaxið hrikalega vegna sparnaðaraðgerða til bjargar evrunni.

Nýr fjármálaráðherra Grikkja, Yanis Varoufakis, segir að eina leiðin sé að fella niður hluta skulda Grikkja. Þótt það hafi verið hrikaleg mistök að taka upp evruna þá yrðu afleiðingarnar af því að yfirgefa hana ennþá verri.

Það að fara úr ESB hefur verið líkt við það að reyna að afbaka pítsu. Þegar búið er að baka pítsuna (búa til ESB), er ekki hægt að yfirgefa ESB (afbaka pítsuna).

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja, sem áður var prófessor í hagfræði, líkir þessu við laglínurnar í lagi Eagles, Hótel Kalifornía: „You can check-out any time you like,But you can never leave!


mbl.is Frekar Kanadadollar en evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran hentar ekki Íslendingum segir spútnikhagfræðingur Dana

LarsEinn fremsti hagfræðingur Dana, Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank, segir evruna engan veginn henta Íslendingum vegna þess hve hagkerfið hér á landi er ólíkt hagkerfum evrulandanna. 

Þetta kom fram á fundi sem VÍB, Verðbréfamarkaður Íslandsbanka, hélt í morgun með Christensen,Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og fleirum. Bylgjan greindi frá þessu í hádegisfréttum. 

Christensen varð kunnur hér á landi árið 2006 þegar hann spáði miklum erfiðleikum íslensku bankanna og reyndist þar heldur betur sannspár. 

Christensen sagði að jafnvel þótt meirihluti yrði fyrir því hér á landi, sem væri alls ekki líklegt, að ganga í ESB, þá myndi evran engan veginn henta Íslendingum þar sem Ísland væri svo ólíkt ESB-löndunum. 

Sjá meðal annars stutta frétt um þetta á Visir.is

Sjá einnig umfjöllun á Vb.is


Icesave-kröfuhópar heimta áframhaldandi ESB-umsókn

Það er merkilegt að sjá þá hópa sem kröfðust þess hvað harðast að Icesave-klyfjunum yrði smellt á herðar íslensks almennings heimta nú að umsókninni um inngöngu í ESB verði haldið lifandi.

Félagi atvinnurekenda er greinilega ekki treystandi til að hugsa um hag almennings í landinu. Félagið lítur þröng á hagsmuni tiltekinna aðila. Spurningin er sú hvort félagið og stjórn þess endurspegli fyllilega vilja félagsmanna sinna.


mbl.is Mótmæla afturköllun aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnar vilja létta skuldabyrði Grikkja

Fyrir nokkrum árum voru Finnar einna harðastir evruþjóða í því að láta Grikki standa við skuldbindingar sínar. Þess vegna vilja ýmsir vita hvað Finnar vilja gera núna í skuldamálum Grikkja. Og viti menn: Finnar eru tilbúnir að endursemja um skuldir Grikkja þótt þeir vilji ekki ganga svo langt að fella þær niður eða afskrifa. Breyttir skilamálar og lánalengingar - það er það sem Finnar eru tilbúnir að skoða.

Nýr fasi er hafinn í björgunarleiðangri fyrir evruna. Hann heitir SKILMÁLABREYTING EVRUSKULDANNA.

EUBusiness greinir frá þessu.

Fróðlegt verður að fylgjast með afstöðu Þjóðverja til skilmálabreytinga fyrir Grikki.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2015
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 944
  • Frá upphafi: 1117543

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 826
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband