Leita í fréttum mbl.is

Bjarni á móti aðild að ESB og útilokar þjóðaratkvæðagreiðslu

Bjarni
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins og fjármála- og efnahagsráðherra, segist verða æ sannfærðari um að aðild að ESB henti ekki Íslendingum, viðræðum verði ekki haldið áfram og engin þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um slíkt.
 
Þetta kom fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Eyjan.is greinir frá þessu - sjá einnig hér: 
 
  
 

Rökin gegn ESB-aðild verða sterkari

Loks vék Bjarni að Evrópumálunum, en tillaga um að draga aðildarumsókn Íslands til baka er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Bjarni talaði skýrt í þessum efnum,  að viðræðum verði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu og að engin þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram hvort halda eigi viðræðum áfram.

Ljóst er að þær viðræður sem fyrri stjórn setti af stað eru komnar á endastöð. Aðdragandi málsins á Alþingi, sýndarviðræðurnar síðasta kjörtímabil og viðskilnaður vinstri stjórnarinnar við málið var með þeim hætti að það er rétt að hreinsa borðið og hefja umræðuna á nýjum og réttum forsendum.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál ætti aldrei að snúast um annað en það hvort þjóðin vilji fulla aðilda að Evrópusambandinu.  Frumforsenda fyrir slíkri atkvæðagreiðslu er að til staðar sé meirihluti á Alþingi og að sjálfsögðu í ríkisstjórn sem vill bera ábyrgð á og ljúka aðildarviðræðum með það að markmiði að Ísland gangi í Evrópusambandið. Ef þessar frumforsendur eru ekki til staðar, fáum við aftur sirkusinn sem var í gangi á síðasta kjörtímabili. Ef ekki er til staðar ríkisstjórn sem ætlar að fara með samning heim til að styðja hann, fáum við aftur sömu hringavitleysuna og á síðasta kjörtímabili.

Bjarni sagðist vera þeirrar skoðunar að sú stefna að Íslandi sé betur borgið utan sambandsins verði sterkari með árunum. Nægi þar að horfa til þróunarinnar innan sambandsins þar sem meira vald hafi verið framselt til sameiginlegra stofnana, á sama tíma og það gæti sívaxandi óánægju meðal kjósenda.

Evrópusamstarfið stendur á tímamótum í margvíslegum skilningi.  Evran er orðin sjálfstæð uppspretta átaka þjóðríkjanna um leiðir til að takast á við stöðnun, skuldavanda og viðvarandi hallarekstur.  Það er stutt síðan ríkin komu sér saman um sérstakar ríkisfjármálareglur, en svo þegar harðnar á dalnum heima fyrir breytist hljóðið. Að þá sé til dæmis ekki hægt að bjóða frönskum kjósendum upp á slík skilyrði.

Við þessar aðstæður eigum við Íslendingar að einbeita okkur að þeim verkefnum sem standa okkur næst og styrkja okkur í samkeppninni við önnur ríki um bætt lífskjör á þeim góðu forsendum sem við höfum í höndunum. 

Aukið vald stórra ríkja í ESB

Í dag tvöfaldastatkvæðavægi Þýskalands í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins. Þjóðverjar munu nú fara með sjötta hvert atkvæði í þessum valdastofnunum og geta með Frakklandi eða öðrum stórum ríkjum (Ítalíu, Bretlandi, Spáni eða Póllandi) ásamt öðrum taglhnýttum ráðið flestu því, sem þeir kæra sig um, á vettvangi þessa stórveldis sem stefnir að því að vera sambandsríki, ekki einbert ríkjasamband.
 
Svo segir meðal annars á fullveldisvaktinni. Þar er boðuð frekari umræða um þetta. Sjá einnig blogg Gunnars Heiðarssonar.
 
 

Bloggfærslur 1. nóvember 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 909
  • Frá upphafi: 1117681

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 811
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband