Leita í fréttum mbl.is

Hagur Evrópubúa lítill af myntsamstarfinu

Sérfræðingur á vegum Seðlabanka Grikklands hefur unnið skýrslu sem bankinn heffur birt þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að heildarávinningur af Efnahags- og myntsamstarfinu (evrusamstarfinu) frá upphafi sé enginn þegar litið er til þróunar fjármálamarkaðar. Ástæðan er sú að ávinningurinn sem varð af samstarfinu fyrstu árin sé jafn kostnaðinum sem fjármálakreppan frá 2007 skapaði.

Fram kemur í skýrslunni að fram til 2007 hafi samþætting fjármálamarkaða, þ.e. hlutabréfamarkaða og skuldabréfamarkaða, haft talsverðan ávinning í för með sér m.a. í formi lægri kostnaðar og aukinnar skilvirkni, en eftir að kreppan hóf innreið sína hafi sundurleitni verið ríkjandi bæði innan hvers evrulands og eins yfir svæðið í heild, kostnaður aukist og heildarávinningur þar með orðið enginn.

Núverandi staða hljóti að vera alls óásættanleg. 

Eina leiðin til bjargar evrusvæðinu, segir höfundurinn, George T. Palaiodimos, er að ríkisfjármál evruríkjanna verði samþætt og auk þess verði eitt sameiginlegt bankaeftirlit sett upp í allri álfunni. Aðeins þannig verði hægt að stuðla að raunverulegu gjaldmiðlabandalagi.

Víða um Evrópu eru menn að gera sér betri og betri grein fyrir því á hvílíkum brauðfótum evrusamstarfið hefur hvílt.

Hér á landi er hins vegar hópur sem virðist ekki fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu og ætlar að stofna sérstakan flokk í kringum evruupptöku og annað sem því fylgir. 

Því má svo bæta við að ef gerð yrði úttekt á heildarávinningi af veru okkar Íslendinga á EES-svæðinu er næsta víst að við kæmum út í mínus vegna þess mikla skaða sem varð mögulegur vegna þess að bankarnir gátu hreyft sig óhindrað innan EES-svæðisins og gátu þannig stækkað íslensku hagkerfi yfir höfuð með þekktum afleiðingum. 

 


Mannréttindamál í mikilli lægð í Evrópu

Spilling, mansal, kynþáttahyggja og misrétti eru alvarleg vandamál í Evrópu í dag samkvæmt nýbirtri skýrslu Evrópuráðsins.  

Samkvæmt skýrslunni sem birt var á miðvikudag er ástandið nú hið versta í meira en 20 ár, en skýrslan nær til 47 landa, þar á meðal Úkraínu og Rússlands. Fram kemur að brot gegn þjóðarhópum eru alvarlegt vandamál í 39 löndum og að spilling sé útbreidd í 26 landanna. 

Aukið atvinnuleysi og fátækt, svo sem í Grikklandi, er ein af ástæðunum fyrir því að öfgahópum í pólitík hefur vaxið fiskur um hrygg.

Rétt er að hafa í huga að það er almennt samkomulag meðal flestra nú um að efnahagsaðgerðir í boði ESB eiga stóran þátt í auknu atvinnuleysi og fátækt í ESB-löndunum. 


Bloggfærslur 22. apríl 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 1116606

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband