Leita í fréttum mbl.is

Er evran ađ fara međ ESB?

Einn kunnasti sérfrćđingur Evrópu í öryggis- og alţjóđastjórnmálum, François Heisbourg, heldur fyrirlestur um evruna og Evrópusambandiđ á vegum Alţjóđamálastofnunar Háskóla Íslands og RNH, á morgun, laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 11–12 í Odda, stofu O-202, í Háskóla Íslands.
 
 
Heisbourg fćddist 1949 og hlaut menntun sína í franska stjórnsýsluháskólanum, L’École nationale d’administration (ENA). Hann starfađi í franska utanríkisráđuneytinu frá 1978 til 1984 og var ţá međal annars öryggisráđgjafi utanríkisráđherra Frakklands. Hann var ađstođarframkvćmdastjóri vopna- og raftćkjasmiđjunnar Thomson-CSF 1984–1987, eftir ađ Mitterand forseti hafđi ţjóđnýtt hana, og forstöđumađur IISS, International Institute for Strategic Studies, í Lundúnum 1987–1992. Hann hefur síđan gegnt margvíslegum störfum, međal annars kennt viđ háskóla og veriđ ráđgjafi ýmissa stofnana og ráđa. Hann hefur veriđ stjórnarformađur IISS frá 2001.
 
 
Bók Heisbourgs, La Fin du Ręve Européen, Endalok evrópska draumsins, sem kom út haustiđ 2013, hefur vakiđ mikla athygli. Ţar heldur hann ţví fram, ađ Evrópuríkin verđi ađ leggja evruna niđur, ćtli ţćr ađ halda áfram samstarfi í efnahagsmálum og stjórnmálum. Heisbourg segir, ađ evrópski draumurinn hafi vegna evrunnar breyst í martröđ. Hann er eindreginn stuđningsmađur Evrópusambandsins, en er ţeirrar skođunar, ađ myntbandalag Evrópuríkja hafi veriđ ótímabćrt og valdi ţeim búsifjum. Fyrirlestur Heisbourgs er ţáttur í samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna. Hann verđur fluttur á ensku. Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráđherra og sendiherra í París, stjórnar fundinum. Ađ honum standa auk Alţjóđamálastofnunar og RNH samtökin Ţjóđráđ og Heimssýn.  

Bloggfćrslur 4. apríl 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 1116246

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 617
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband