Leita í fréttum mbl.is

Ţađ er nauđsynlegt ađ draga umsóknina ađ ESB til baka

erna_bjarnadottir

Ţađ er nauđsynlegt ađ afturkalla umsóknina um ađild ađ ESB, segir Erna Bjarnadóttir í grein sem birt var í Morgunblađinu föstudaginn 18. julí síđastliđinn.

Grein Ernu, sem er í stjórn Heimssýnar, er birt hér í heild sinni:

Síđustu vikuna hafa hver stórtíđindin eftir önnur boriđ ađ sem varđa hagsmunagćslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Allt hefur ţó boriđ ađ einu međ ađ ekkert heyrist frá forystumönnum í stjórnmálum um orđ og yfirlýsingar háttsettra embćttis- og stjórnmálamanna frá meginlandinu.

Fyrst má nefna ummćli Athanasios Orphanides fyrrverandi bankastjóra Seđlabanka Kýpur, í Viđskiptablađi Morgunblađsins ţann 10. júlí sl. Ţar segir hann m.a. ađ hinn pólitíski óstöđugleiki í Evrópu sé slíkur ađ ţađ vćru mistök fyrir hvađa ríki sem vćri, ţar á međal Ísland, ađ fara inn á evrusvćđiđ undir núverandi kringumstćđum. Ţá segir ennfremur: »Orphanides telur ţađ hafa veriđ viđeigandi ađ setja gjaldeyrishöft á Íslendinga á sínum tíma til ađ koma í veg fyrir enn stćrra gengishrun krónunnar.« Einnig hefur Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn birt mjög harđa gagnrýni á efnahagsstjórn evrusvćđisins, sem beinist ekki sízt ađ Seđlabanka Evrópu. Gagnrýnin beinist ađ ţví ađ yfirvöld hafi látiđ evrusvćđiđ lokast inni í lágvaxtargildru án ţess ađ grípa til ađgerđa. Verđbólga hafi veriđ of lítil í of langan tíma. Ţetta ađgerđaleysi hefur ađ mati AGS dregiđ úr trúverđugleika Seđlabanka Evrópu.

Stađan í ESB er í stuttu máli ţannig ađ ţar er 10,5% atvinnuleysi og 25,7 milljónir manna án vinnu. Ţar af eru 5,34 milljónir undir 25 ára aldri atvinnulausar. Verst er ástandiđ á Grikklandi og Spáni, ţar sem meira en fjórđi hver mađur er atvinnulaus. Ţetta kemur fram í frétt Eurostat frá 2. maí sl. Á sama tíma var atvinnuleysi á Íslandi 4,6%.

Ţann 15. júlí sl. sagđi verđandi forseti framkvćmdastjórnar ESB ađ yfirstandandi viđrćđum viđ umsóknarríki verđi haldiđ áfram en ekki verđi um frekari stćkkun ađ rćđa nćstu fimm árin. Nú er ţađ svo ađ viđrćđur standa ekki einu sinni yfir viđ umsóknarríkiđ Ísland. Búiđ er ađ leysa upp allar samninganefndir og samningahópa og allir opinberir embćttismenn sem viđ ţetta unnu eru farnir til annarra starfa. Einnig hafa allar greiđslur til Íslands vegna ađlögunar ađ stjórnsýslu ESB, svokallađir IPA-styrkir, veriđ stöđvađir.

Á hverju strandar ţá ađ draga umsókn Íslands til baka? Verđi ţađ ekki gert munu embćttismenn ESB gefa út skýrslu í haust um stöđu umsóknar okkar um ađild. Í besta falli er hćgt ađ skemmta sér viđ tilhugsunina um hvađa orđaval ţeir nota til ađ lýsa stöđunni.


Bloggfćrslur 20. júlí 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 1027
  • Frá upphafi: 1117287

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 892
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband