Leita í fréttum mbl.is

Bágt ástand í Evrópu bitnar á Íslandi

Bágt efnahagsástand í Evrópu, sem er fylgifiskur evrunnar, bitnar á útflutningi frá Íslandi. Um það eru hagfræðingar sammála um.
 
RUV greinir svo frá  - en það vantar reyndar alveg evrutenginguna í þessa frétt. Grunnvandinn er misvægi í verðþróun sem magnast vegna sameiginlegs gjaldmiðlis, misvægi í verði á útflutningi, misvægi í utanríkisviðskiptum, skuldasöfnun og atvinnuleysi og auk þess harkalegur samdráttur - aftur að frétt RUV: 
 
 

Afar lítill hagvöxtur er fyrirsjáanlegur í helstu löndum Evrópusambandsins á þessu og næsta ári, þrátt fyrir tilraunir Evrópska seðlabankans til að auka fjármagn í hagkerfum evrulandanna. Ástandið hefur á endanum áhrif hér á landi, segja innlendir hagfræðingar.

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Mario Draghi, yfirmaður Evrópska seðlabankans að evrópskum bönkum stæði til boða fyrsti hlutinn af 400 milljarða evra lánapakka á nánast engum vöxtum. Markmiðið með þessu er að ýta undir lánveitingar til fyrirtækja - og reyna að koma hagvexti aftur af stað.

„Það þýðir það að þeir eiga í erfiðleikum með að koma eftirspurn af stað; þeir eiga í erfiðleikum með að ýta fjárfestingu af stað og eru farnir núna að grípa meira til þeirra ráða að prenta peninga, setja peninga út í hagkerfið eins og Bandaríkjamenn og Bretar hafa gert,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.

Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er ánægður með aðgerðir Evrópska seðlabankans. „Það hefur verið til bóta og í sjálfu sér væri ástandið mun verra ef þeir hefðu ekki gert þetta. En það þarf eitthvað fleira til og ef einkageirinn, neytendur, halda að sér höndum og fyrirtækjarekendur þora ekki að fjárfesta, þá duga lágir vextir ekki til, þá þarf annað að koma til, hugsanlega aukin ríkisútgjöld eða einhverjar slíkar aðgerðir.“

Þjóðarframleiðsla á Evrusvæðinu dróst saman í fyrra, verðbólga er nánast engin og verðhjöðnun gæti átt sér stað. Evrópuþjóðirnar horfa gjarnan til Þýskalands - sem er öflugasta hagkerfið í álfunni.

„Þýskaland mætti gjarnan keyra upp eftirspurn,“ segir Gylfi. „Þýskir neytendur þyrftu að kaupa meira, meðal annars frá nágrönnum sínum á evrusvæðinu, en þeir halda að sér höndum, flytja bara út, flytja lítið inn og það er slæmt fyrir nágrannana og slæmt fyrir evrusvæðið.“ Og allt þetta skiptir á endanum máli fyrir íslenskt efnahagslíf. „Evrusvæðið, eða Evrópusambandið er okkar stærsti viðskiptaaðili, þannig að slæmt efnahagsástand þar er ekki góðar fréttir fyrir okkur, það er einfaldlega bara þannig.“

Ásgeir tekur undir að þetta geti haft áhrif hérlendis. „Þetta eru okkar helstu markaðir og ekki bara það. Ef við viljum fá erlenda fjárfestingu þá kemur hún þaðan, þannig að það skiptir okkur gríðarlegu máli að þeim gangi að leysa úr sínum málum.“ 

Cameron reiðubúinn að styðja úrsögn Breta úr ESB

CamHol
Úrsögn Breta úr ESB er að verða æ skýrari valkostur. Nú síðast er haft eftir David Cameron að hann gæti hugsað sér að beita sér fyrir því að Bretar gangi úr ESB ef ekki tekst að endursemja með árangursríkum hætti um veru þeirra í sambandinu. Þar með er Íhaldsflokkurinn svo gott sem búinn að ábyrgjast að hann styðji úrsögn - því þær breytingar sem Bretar vilja gera myndu ganga af ESB dauðu.
 
Mbl.is segir svo frá: 
 

For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Dav­id Ca­meron, hef­ur gefið til kynna að hann sé reiðubú­inn að beita sér fyr­ir því að Bret­ar gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu ef ekki tekst að end­ur­semja með ár­ang­urs­rík­um hætti um veru þeirra í sam­band­inu. Ca­meron hef­ur til þessa tala fyr­ir áfram­hald­andi veru í ESB á breytt­um for­send­um.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að bú­ist sé við að Ca­meron noti ræðu sína á flokksþingi Íhalds­flokks­ins sem nú stend­ur yfir til þess að kynna áætlan­ir um að end­ur­heimta frek­ari völd yfir landa­mær­um Bret­lands og til þess að stemma stig­um við kom­um inn­flytj­enda til lands­ins frá öðrum ríkj­um ESB.

Litið er á út­spil for­sæt­is­ráðherr­ans sem viðbrögið við úr­sögn tveggja þing­manna Íhalds­flokks­ins að und­an­förnu en þing­menn­irn­ir, Mark Reckless og Douglas Carswell, hafa gengið til liðs við Breska sjálf­stæðis­flokk­inn (UKIP). 

Ca­meron hef­ur heitið því að boða til þjóðar­at­kvæðis um veru Bret­lands í ESB árið 2017 í kjöl­far samn­ingaviðræðna við sam­bandið um aðild lands­ins nái Íhalds­flokk­ur­inn meiri­hluta þing­sæta á breska þing­inu í þing­kosn­ing­un­um á næsta ári. 

mbl.is Gæti stutt úrsögn úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 937
  • Frá upphafi: 1117709

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 836
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband