Leita í fréttum mbl.is

Ósætti innan ESB um hvort Hamas séu hryðjuverkasamtök

Framkvæmdastjórn ESB vefengir þá niðurstöðu dómstóls á vegum ESB um að ekki séu nein lagaleg rök til að flokka Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök. Stjórnmálastéttin í ESB er þar með komin í stríð við dómara í ESB.

Um þetta má lesa m.a. á EUBusiness.

Í ljósi reynslunnar af afskiptum stjórnmálastéttar ESB af átökum á Balkanskaga, Sri Lanka og í Vestur-Afríku ætti þessi valdastétt í ESB kannski ekki að vera að skipta sér af svona viðkvæmum utanríkismálum.

Sjá nánar: ESB er friðarspillir.


Hvert fór áróðursfé Evrópustofu?

Evrópusambandið opnaði áróðurs- og kynningarmiðstöð á Íslandi haustið 2010. Heimildin til að reka hér slíka miðstöð byggðist á skuldbindingum sem Íslendingar gengust undir sem umsóknarríki. Sendiherra ESB hér á landi fór ekkert í launkofa með hver væri tilgangur með "Evrópustofu", en hann fólst í víðtækri gagnasöfnun um skoðanir almennings og afstöðu og hvernig mætti hafa áhrif á viðhorf Íslendinga til inngöngu í ESB.

Svo segir í nýlegu bloggi Jóns Bjarnasonar, formanns Heimssýnar. Síðan segir:

Í viðtali við Morgunblaðið 10.11. 2010 sagði hann (þ.e. sendiherra ESB) m.a.:

"Við vilj­um skilja upp­lýs­ingaþörf ólíkra hópa. Hvað veit fólk og hvað veit það ekki? Hver eru, svo dæmi sé tekið, viðhorf og upp­lýs­ingaþörf ungs fólks, há­skóla­fólks eða elli­líf­eyr­isþega?“ seg­ir Timo Summa, formaður sendi­nefnd­ar ESB á Íslandi, um fyr­ir­hugað kynn­ing­ar­starf sam­bands­ins á Íslandi næstu miss­er­in.

„Við lít­um á mis­mun­andi hópa og hver afstaða borg­ar­búa eða fólks á lands­byggðinni er til aðild­ar. Við vilj­um vita þetta svo við get­um und­ir­búið kynn­ing­ar­gögn í sam­ræmi við það. Við vilj­um vita hvar eyður eru í þekk­ing­unni og reyn­um í fram­hald­inu að leysa það.“

Spurður um um­fang "kynn­ingar­átaks­ins" svar­ar Summa því til að millj­ón evra, eða 155 millj­ón­ir króna, muni renna til kynn­ing­ar á ESB á Íslandi á næstu tveim­ur árum. Í fyrstu sé gert ráð fyr­ir fjór­um til fimm starfs­mönn­um sem hafi það að full­um starfa að dreifa upp­lýs­ing­um um sam­bandið til al­menn­ings. Þá muni skrif­stof­an í Aðalstræti og úti­bú henn­ar á Ak­ur­eyri styðja fyr­ir­lestra­hald og annað kynn­ing­ar­starf. ESB kortleggur Ísland

Samkvæmt Vínarsáttmálanum um réttindi, skyldur og friðhelgi diplómata mega erlendir sendiherrar ekki blanda sér í innanríkismál gistiríkisins.

Þá er diplómatisk staða sendiherra ESB á Íslandi óljós því að aðeins ríki og formleg sambandsríki mega halda úti sendiherrum í öðrum löndum á grundvelli Vinarsáttmálans.

Bein afskipti sendiherra ESB og starfsemi áróðursskrifstofu Evrópusambandsins eru því brot á fullveldi Íslands. Hins vegar sækir Evrópusambandið sér heimild til víðtækrar áróðursstarfsemi hér á landi í skuldbindingarnar sem Ísland gekkst undir sem umsóknarríki að ESB. Þess vegna er mikilvægt að afturkalla umsóknina og loka Evrópustofu.


Afturköllun er bara staðfesting á árangursleysi fyrri stjórnar

BjarniAfturköllun umsóknar um aðild að ESB er ekkert annað en rökrétt staðfesting á stöðu málsins eftir árangursleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í málinu. Hún varð strand í málinu vegna ósættanlegs ágreinings við ESB í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum. Það var Alþingi sem setti málið af stað. Því er rétt að Alþingi stöðvi málið með formlegum hætti.

 

Mbl.is segir svo:

Fjár­málaráðherra sagðist á Alþingi í dag gera ráð fyr­ir að til­laga ut­an­rík­is­ráðherra um slit á aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði lögð fram inn­an fárra daga. Hann kallaði jafn­framt eft­ir efn­is­legri umræðu um það hvað það þýði fyr­ir Ísland að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, um til­lögu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, þess efn­is að kalla beri aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

Guðmund­ur minnti Bjarna á það hversu mik­illi and­stöðu til­lag­an mætti þegar hún var lögð fram í fyrra og sagðist hann hafa vonað að þing­heim­ur all­ur og þjóðin hafi dregið þann lær­dóm af þeirri rimmu, að þessu mikla deilu­máli þurfi að leiða til lykta með upp­byggi­legri hætti.

Bjarni sagði of mikið gert úr stöðu Íslands í aðild­ar­viðræðunum. „Hverju myndi það skipta að fá þá niður­stöðu að ekki ætti að slíta viðræðum eða að rík­is­stjórn­in taki þá ákvörðun að fara ekki í viðræðuslit þegar fyr­ir ligg­ur að hún ætl­ar ekki að standa í viðræðum?“

Hann sagði þetta forms­atriði enda sé Ísland ekki í aðild­arfasa, ekki í viðræðum. Og ef það fá­ist meiri­hluti fyr­ir aðild að ESB í framtíðinni sé hægt að sækja um að nýju og ljúka viðræðum á einu kjör­tíma­bili.

Guðmund­ur vísaði í stjórn­arsátt­mál­ann þar sem seg­ir að hlé verði gert á aðild­ar­viðræðum við ESB. Þar komi hins veg­ar ekki fram að slíta beri viðræðunum. Þá hafi stjórn­ar­flokk­arn­ir ekki greint frá því í kosn­inga­bar­átt­unni að þeir hygðust gera það. Sök­um þessa hafi stjórn­ar­flokk­arn­ir ekki umboð til að slíta viðræðunum og þurfi til þess að sækja sér umboð með alþing­is­kosn­ing­um.


mbl.is Tillaga um slit innan fárra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 941
  • Frá upphafi: 1117540

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 823
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband