Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Bragi er ekki að kveðja Evrópu

Gunnar BragiGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að Íslendingar væru ekkert að kveðja Evrópu þótt þeir gengju ekki í Evrópusambandið. Ríkisstjórnir ESB-ríkja væru sér vel meðvitaðar um afstöðu Ríkisstjórnar Íslands og Íslendingar væru í mjög góðu samstarfi við Evrópuþjóðir þar sem það ætti við. 

Í viðtali Viðskiptablaðsins við Gunnar Braga segir: 

 

Kveðjum ekki Evrópu með viðræðuslitum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina að gera mætti ráð fyrir að ný þingsályktunartillaga yrði lögð fram á þingi um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Gunnar Bragi segir nauðsynlegt að klára málið og ef vilji er fyrir því að fara með málið í gegnum þingið þá sé hann reiðubúinn til þess. „Ég hef hins vegar ekki tekið neina ákvörðun um hvenær ég muni leggja slíkt til við ríkisstjórnina eða þá hvort ég geri það en það er alveg ljóst frá minni hálfu að málið fer ekkert aftur fram nema sem ríkisstjórnarmál og að báðir stjórnarflokkarnir komi saman að málinu,“ segir Gunnar. „Ég held að það sé best fyrir okkur að hafa bara hreint borð í þessu. Ég hef leyft mér að tala um að þetta sé ákveðin núllstilling. Þjóðin var ekki spurð þegar við fórum í viðræðurnar og ég myndi leggja áherslu á að það væri ekki farið í slíkar viðræður án þess að slíkt yrði gert. Aðalmálið er að við höngum þarna inni sem eitthvert umsóknarríki þegar við erum í engum viðræðum og núverandi ríkisstjórn hefur engan áhuga á að sækja um. Árin líða, Evrópusambandið þróast og breytist og eins Ísland þannig að það er langbest að mínu viti að draga þessa umsókn til baka.“

Hvers konar skilaboð heldur þú að það sendi til Evrópusambandsins að aðildin verði dregin til baka? Gæti verið að samband okkar við Evrópusambandið muni hljóta skaða af?

„Nei, stjórnir Evrópusambandsins eru vel meðvitaðar um afstöðu ríkisstjórnarinnar og við eigum í mjög góðu sambandi og samstarfi þar sem það á við. Við erum ekkert að kveðja Evrópu þótt við göngum ekki í Evrópusambandið. Þvert á móti þá eru þetta okkar helstu samstarfsaðilar. Evrópusambandið er bara allt annað og meira en tvíhliða samstarf og það er ástæða til að rifja það upp að við værum ekki að gera fríverslunarsamning við Kína eða önnur ríki á okkar forsendum ef við værum Evrópusambandsríki,“ segir Gunnar.


Viðskiptablaðið spyr hvort ný evrukrísa sé í uppsiglingu?

evrvidskInnlendir og erlendir miðlar fjalla mikið um stöðu evrunnar þessa dagana. Tvennt kemur til. Annars vegar er það hætta á verðhjöðnun og stöðnun í atvinnulífi í álfunni. Hins vegar eru það erfiðleikar Grikklands, sem ýmsir telja að geti orðið til þess að Grikkir verði að hætta að nota evru.

Viðskiptablaðið segir svo frá:

 

Viðskiptablaðið - Er ný evrukrísa í uppsiglingu?

Verðhjöðnun var á evrusvæðinu í desember og hætta er á að Grikkland yfirgefi evrusamstarfið.

Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu hefur á undanförnum misserum lýst ítrekað yfir áhyggjum af lítilli verðbólgu á evrusvæðinu. Samkvæmt mælingum sem birtust í morgun var verðhjöðnun á evrusvæðinu í desember upp á 0,2%.

Á sama tíma er ekki útilokað að Grikkland yfirgefi evruna í kjölfar þingkosninga í landinu 25. janúar. Álag á grísk ríkisskuldabréf fóru yfir 10% í morgun og hefur ekki verið hærra í rúmt ár.

Er ný evrukrísa sé í uppsiglingu?

Robert Armstrong umsjónarmaður Lex í Financial Times veltir fyrir sér á vef blaðsins hvort ný evrukrísa sé í uppsiglingu. Armstrong ber saman verðlag í Japan frá nóvember 1990 og verðlag í evruríkjunum frá nóvember 2011. Á línuritinu sést að verðlagið fellur á sama hraða næstu þrjú árin á eftir.

Japan hefur átt við viðvarandi verðhjöðnun að stríða frá 1990. Verðlag lækkaði um 20% á 20 árum. Þegar verðlag fer lækkandi halda neytendur að sér höndum. Þeir fresta að kaupa nokkuð vegna væntinga um lægra verð og einkaneysla dregst því saman. Þetta leiddi til þess að efnahagur Japans var í lægð í tvo áratugi.

Hér má sjá Lex á vef Financial Times.

 


Bloggfærslur 8. janúar 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 945
  • Frá upphafi: 1117544

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 827
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband