Leita í fréttum mbl.is

Erna Bjarnadóttir útskýrði stöðu ESB-málsins í dag

erna_bjarnadottirErna Bjarnadóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn Heimssýnar, tók þátt í fjölmiðlaumræðu um ESB-málin í dag, ásamt Vigdísi Hauksdóttur, fyrrverandi formanni Heimssýnar, Jóni Steindóri Valdimarssyni, formanni Já-Ísland, Helga Hjörvar alþingismanni og fleirum. Í morgunþætti Rásar 2 og í Kastljóssþætti sjónvarpsins undirstrikaði Erna stöðu ESB-umsóknarinnar með því að skýra eðli ályktunar Alþingis og tilgreina afleiðingar þeirra fyrirvara sem Alþingi og utanríkismálanefnd setti í viðræðunum. Þegar umræðan var komin út á efnislegar og innihaldsríkar brautir af þessu tagi í Kastljósinu í kvöld sagðist formaður Já-Ísland ekki hafa áhuga á umræðunum.

Erna undirstrikaði að bréf utanríkisráðherra til ESB-forystunnar fyrir helgi væri fullnaðaryfirlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar um að hún ætli ekki að halda áfram með málið. Það væri undarlegt ef ESB tæki ekki mark á slíkum yfirlýsingum löglega kjörinnar ríkisstjórnar. Þá minnti Erna á að viðræður hefðu í raun hætt þegar steytti á sjávarútvegskaflanum vegna fyrirvara Alþingis þegar í maí árið 2011 og að fyrrverandi ríkisstjórn hefði síðan stöðvað viðræður í janúar 2013. 

Þá minnti Erna á það í Kastljósþættinum í kvöld að þingmál frá 2009 gæti ekki, að mati stjórnskipunarfræðinga, bundið hendur ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili. Hins vegar vakti Erna athygli á því að fylgjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður segðu ekkert um þá fyrirvara sem Alþingi setti á sínum tíma. Hún spurði þá félaga Jón Steindór Valdimarsson og Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, hvort þeir væru á móti þessum fyrirvörum, en fékk engin svör. Helgi sagðist ekki vilja ræða þessi mál efnislega og Jón Steindór gaf einnig lítið fyrir efnislegar umræður. Erna undirstrikaði að ef halda ætti áfram með málið yrði ríkisstjórn fyrst að sækja sér nýtt umboð til Alþingis.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður sagði að ESB-málið væri í raun líflaust orðið með því bréfi sem utanríkisráðherra hefði sent í síðustu viku. Það væri staðfesting á því að ferlinu væri lokið. Vigdís minnti jafnframt á að það stjórnskipulagið hér á landi væri með þeim hætti að þingmeirihluti hverju sinni réði að jafnaði ferðinni.

 


Jón Steindór Valdimarsson veigrar sér við að ræða ESB-málin

Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já-Ísland, hefur ekki áhuga á því að ræða um ESB-málin. Það kom fram í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í kvöld þegar hann sagði að það væri ekkert gagn að svona umræðum.

Jón Steindór virðist samkvæmt þessu orðinn eitthvað þreyttur á umræðunum. 

Hins vegar var ljóst að Erna Bjarnadóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn Heimssýnar, og Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, töldu fulla þörf vera á umræðum um ESB-málin, enda lögðu þær margt gott efnislega til málanna eins og sjá mátti.

Kannski finnst Jóni Steindóri ekki gaman að ræða efnislega um mikilvægt og flókin atriði sem varða ESB-málin.


Umsóknarályktunin lýsir pólitískum vilja þáverandi þingmeirihluta

EinarKrEinar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis segir að þingsályktunin frá 2009 um að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið hefði ekki neitt lagalegt gildi og að þingsályktanir á borð við þessa fælu aðeins í sér pólitískan vilja þingsins hverju sinni. 

Þetta kemur fram í frétt á mbl.is í dag.

Fréttin er svohljóðandi í heild:

Reg­in­mun­ur er á bréfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til Evr­ópu­sam­bands­ins um að um­sókn­ar­ferl­inu að sam­band­inu verði ekki haldið áfram og Ísland sé ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki og þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra sem lögð var fram á Alþingi fyr­ir ári um að um­sókn­in yrði kölluð til baka. Þetta sagði Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, í skýrslu sem hann flutti þing­mönn­um í dag um ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ein­ar sagði þings­álykt­un frá 2009 um að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið vera í fullu gildi enda fæli ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar ekki í sér að svo væri ekki. Það væri Alþing­is að ákveða fram­hald henn­ar. Hins veg­ar væru fá dæmi um að þings­álykt­an­ir væru felld­ar úr gildi. Þings­álykt­un­in frá 2009 hefði stuðst við póli­tísk­an stuðning þáver­andi þing­meiri­hluta. Þings­álykt­an­ir hefðu ekki laga­legt gildi held­ur fælu þær í sér póli­tísk­an vilja þings­ins hverju sinni.

Vísaði Ein­ar í skýrslu sem skrif­stofa Alþing­is hefði unnið haustið 2013 að hans beiðni um gildi þings­álykt­ana. Þar kæmi fram að ráðherr­um bæri að upp­lýsa Alþingi ef ekki stæði til að fylgja eft­ir þings­álykt­un­um en þess í stað inn­leiða nýja eða breytta stefnu. Þá annað hvort með skýrslu eða með samþykkt nýrr­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu.


mbl.is Reginmunur á bréfinu og tillögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðverjar furða sig á evrutrú Árna Páls - og segja lítið lýðræði í ESB

Þessi frétt ber með sér að Þjóðverjar undrist þau rök Árna Páls Árnasonar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að efnahagslegur stöðugleiki fáist með evrunni. Lesendur þýska tímaritsins Der Spiegel hrósa margir hverjir þeirri afstöðu ríkisstjórnar Íslands að slíta viðræðunum.

Þjóðverjar fjalla einnig í hæðnistón um hugmyndir um þjóðaratkvæði og segjast aldrei hafa verið spurðir um nokkurn hlut hvað Evrópusambandið varðar.

Í Evrópusambandinu er nefnilega lítið lýðræði.


mbl.is „Gott fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðauki I í skýrslu Hagfræðistofnunar lýsir aðlögunarviðræðum

Það átti að taka 18 mánuði að ljúka svokölluðum samningaviðræðum við ESB árið 2009. Viðræðurnar voru þó strand á 24 mánuðum og eftir 40 mánuði upplýstist opinberlega að hlé yrði gert á viðræðum. Ástæðan var sú að ekki var um neinar samningaviðræður að ræða heldur aðlögunarviðræður og það steytti m.a. á aðlögun í sjávarútvegsmálum.

Erna Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Heimssýn, minnti á þetta í viðtali í morgunþætti á Rás 2 í morgun.

Ofangreint er m.a. útskýrt í Viðauka I í skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB-málin sem kynnt var fyrir rúmu ári síðan. Í viðaukanum segir meðal annars í niðurstöðukafla:

 

Á liðnum tveimur áratugum hafa forsendur og aðferðafræði Evrópusambandsins í aðildarferlinu breyst mikið frá því sem áður var.  .... Viðræðuferlið, sem Ísland gekk inn í, .... er ... allt í senn þungt, flókið og ófyrirsjáanlegt. Það byggir á viðamiklum undirbúningi og skilyrðasetningu og geta mörkin milli undirbúnings og samningaviðræðna því verið óljós. Þau urðu enn ógreinilegri eftir að opnunar- og lokunarviðmið komu til sögunnar. ....

Í annan stað miðaði hægt í stærstu hagsmunamálum Íslendinga, landbúnaði og sjávarútvegi, jafnvel þótt rík áhersla hafi verið lögð á það af Íslands hálfu að viðræður um þessa kafla hæfust sem fyrst. Ekki tókst að opna landbúnaðarkaflann og sjávarútvegskaflinn sigldi í strand áður hann komst á það stig að hægt væri að ljúka rýniskýrslu um hann og í kjölfarið hefja viðræður um kaflann. Ástæðan var sú að sambandið vildi setja viðmið um opnun hans sem hefði verið óaðgengilegt með öllu fyrir Ísland. Þau hefðu falið í sér að Ísland undirgengist áætlun um aðlögun að sjávarútvegsstefnu sambandsins áður en viðræður hæfust um kaflann.


Bloggfærslur 16. mars 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 173
  • Sl. sólarhring: 174
  • Sl. viku: 670
  • Frá upphafi: 1116772

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 577
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband