Leita í fréttum mbl.is

Frosti vill ekki að kjósendur afsali sér valdi

FrostiÁ fundi um stöðu og horfur varðandi EES-samninginn sem haldinn var í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær sagði Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins að sér litist ekki á að kjósendur myndu afsala sér valdi til yfirþjóðlegra stofnana, en slíkt gætu þeir verið að gera ef valdaframsal yrði heimilað í stjórnarskrá og framkvæmt á þeim grunni. Með óafturkræfu valdaframsali af því tagi gætu kjósendur hér á landi verið að afsala sér valdi yfir eigin málum til frambúðar.

Í svipaðan streng tók Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra. Hann áréttaði að það væru ekki kjörnir þingmenn á ESB-þinginu sem hefðu frumkvæðisrétt varðandi lagasetningu heldur oftast embættismenn sem væru ekki lýðræðislega kjörnir.

Fram kom í máli beggja að lýðræðishallinn væri mikill í tengslum við ESB. Bjarni tók svo til orða um ESB, og vitnaði þar í háttsettan þýskan stjórnmálamann, að ESB væri eins og einstefnugata. Eftir að ríki væru komin þangað inn væri stefnan bara í eina átt og í mesta lagi hægt að hafa áhrif á hraðann - en alls ekki stefnuna.

Það er því greinilega skilningur margra að eftir að ríki eru einu sinni komin inn í ESB, að minnsta kost eftir síðustu breytingar þar, að þá verður ekki aftur snúið. Lýðræðislegt vald hefur þá endanlega verið tekið að einhverju leyti frá íbúum viðkomandi landa.


Hver eru samningsmarkmið ASÍ í ESB-málum?

arniP

Forysta ASÍ með Gylfa Arnbjörnsson í broddi fylkingar segist vilja ræða við ESB um inngöngu Íslands í sambandið. Þá vaknar spurningin: Vill ASÍ ganga til þessara viðræðna, sem Já-Ísland sættir sig við að yrðu kallaðar aðlögunarviðræður, án allra skilyrða eða vill ASÍ setja fram einhver samningsmarkmið líkt og Samfylkingin lofaði að gera?

Sem kunnugt er lofaði Samfylkingin að kynna þau samningsmarkmið sem hún vildi setja fram í viðræðum við ESB. Það var hluti af niðurstöðu kosningar innan flokksins árið 2002 eða 2003. Flokksforysta Samfylkingar lét hins vegar þá vinnu lönd og leið að kynna samningsmarkmiðin. Þau litu aldrei dagsins ljós.

Segja má að utanríkisnefnd Alþingis hafi sett inn samningsmarkmið til grundvallar ályktun Alþingis um viðræður við ESB árið 2009. 

Vilja ASÍ og Samfylkingin að þau samningsmarkmið, m.a. um full og óskoruð yfirráð yfir fiskimiðunum, verði látin ráða áfram?


mbl.is Þjóðin fái að segja sitt álit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 1030
  • Frá upphafi: 1117290

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 895
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband