Leita í fréttum mbl.is

Münchau segir evruna skapa kerfisbundið ójafnvægi á evrusvæðinu

MerkelTiprasWolfgang Münchau, kunnur pistlahöfundur, sem skrifar m.a. í breska blaðið Financial Times, segir að ákveðið grundvallarójafnvægi innan evrusvæðisins sé í raun alvarlegra en sá vandi sem helst er rætt um í dag og tengist Grikklandi. Misvægið í verði, tekjum, viðskiptum og skuldum sé það vandamál sem brýnast sé að takast á við eigi að vera hægt að leysa þann vanda sem tengist evrunni.

Morgunblaðið endurbirti í gær grein sem Wolfgang Münchau ritaði í Financial Times nýverið. Þar segir meðal annars:

Það má lýsa þessu ójafnvægi á marga vegu. Einfaldast er að skoða hillumerkingarnar í þýskum og suður-evrópskum stórmörkuðum og sjá að evran hefur gjörólíkan kaupmátt á hvorum stað fyrir sig. Þetta er ólíkt verðmun milli Wichita og New York, til dæmis. Á evrusvæðinu er ástandið á hinn veginn. Verðin eru lægri í norðrinu, þar sem launin eru hærri, en í suðrinu þar sem launin eru lægri.

Hér er eitthvað í ólagi. Ein af tæknilegu leiðinum til að mæla ójafnvægi innan evrópusambandsins er að skoða viðskiptajöfnuðinn. Á síðasta ári var Þýskaland með afgang sem nam 7,5% af þjóðarframleiðslu. Grikkland er með viðskiptahalla þrátt fyrir einhverja harkalegustu efnahagsaðlögun seinni tíma.

Aðrir mælikvarðar segja svipaða sögu. Einn af þeim er erlend staða þjóðarbúsins (e. international investment position), munurinn á milli þess hvað land á erlendis, og hvað restin af heiminum á innan þessa sama lands. Eða tökum launakostnað á einingu (e. unit labour costs), eða ójafnvægið í greiðslukerfinu innan evrusvæðisins, kallað Target 2 í almennu tali. Þær segja allar sömu söguna. Evrusvæðið er allt úr lagi gengið.

 

Og ennfremur: 

Það kemur upp ójafnvægi í öllum hagkerfum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að það gerist, svo lengi sem ójafnvægið hverfur á endanum.

En það virðast engin merki um að það muni leysast mjúklega úr ójafnvæginu innan evrusvæðisins. Þetta er vandamálið sem hið að mestu leyti íhaldssama hagstjórnarvald evrópusambandsins hefur misskilið frekar en nokkuð annað. Það hélt að evrusvæðið myndi af sjálfsdáðum ná jafnvægi og þannig komast upp úr kreppunni.


Þjáningin eykst í Evrópu - fjórðungur býr við fátæktarmörk

pooreuropeFjórði hver íbúi í ríkjum Evrópusambandsins býr við fátæktarmörk samkvæmt nýrri skýrslu kaþólsku hjálparsamtakanna Caritas. Í skýrslunni er slegið föstu að efnahagsaðgerðir Evrópusambandsins á undanförnum árum hafi aukið á misvægið í flestum löndum og aukið fátækt á meðan hinir betur stæðu hafi orðið ríkari.

 

Skýrslan tekur einkum til Írlands, Ítalíu, Portúgals, Spánar, Kýpur, Grikklands og Rúmeníu. Hún byggir einnig á annarri skýrslu sem kom út fyrir áramót en þar kom fram að um 122 milljónir manna í Evrópu lifa undir eða við fátæktarmörk sem eru t.d. á Ítalíu sem svarar 135 þúsund krónum fyrir tveggja manna fjölskyldu. Í áðurnefndum sjö löndum er ástandið einna verst. Í þessum löndum eru þeir flestir sem hafa engar fastar tekjur eða geta ekki framfleytt sér á þeim sem þeir hafa. 

Fyrir tíu árum voru þrír af hverjum fjórum sem sóttu um framfærsluaðstoð úr hópi innflytjenda. Nú er helmingur af þeim sem þurfa á aðstoð að halda úr hópi þeirra sem fæddir eru og uppaldir í viðkomandi landi, segir Ferruccio Ferranti sem er tengiliður Ítalíu í skýrslu Caritas. 

Ástandið er þó mismunandi í þessum löndum. Í Rúmeníu eiga um 40% íbúanna á hættu að lenda í fátækt þrátt fyrir að atvinnuleysið sé þar minna en víða annars staðar. Launin eru einfaldlega svo lítil að það er vart hægt að framfleyta sér á þeim. 

Aðaldsaðgerðir ESB hafa leitt til þess að velferðarþjónusta hefur víða verið dregin saman og hætt hefur verið að bjóða máltíðir í skólum en það kemur verst niður á þeim sem minnst eiga.

Í Grikklandi fá langtímaatvinnulausir enga opinbera sjúkraþjónustu en verða í staðinn að reiða sig á hjálparsamtök. Á Ítalíu eru 2,4 milljónir ungs fólks á aldrinum 15-29 ára sem hvorki eru í skóla né í vinnu. 

Þetta unga fólk hefur ekkert fyrir stafni og er að missa trúna á samfélagið. Mikil hætta er á að þetta unga fólk styðji öfgaflokka til hægri eða vinstri, segja skýrsluhöfundar.

Ástandið í Evrópu hefur leitt til þess að þar sem kaþólska kirkjan er sterk hafa hjálparsamtök hennar hjálpað æ fleiri í neyð. Þannig hjálpuðu Caritas-samtökin á Spáni 350 þúsund manns með mat og húsaskjól árið 2008. Í dag þiggja 1,2 milljónir manna aðstoð Caritas á Spáni aðstoð af þessu tagi. 


Evran er skammaryrði í Póllandi

Pólverjar eru ekki hrifnir af evrunni. Hún er það óvinsæl að frambjóðendur í forsetakosningum sem fram fara í Póllandi 10. maí næstkomandi nota evruna til að berja hverjir á öðrum.

Þrátt fyrir að Pólverjar séu skuldbundnir til að taka evruna upp samkvæmt samningum við ESB hafa allt að 75% Pólverja verið andvígir því enda er það talið hafa komið í veg fyrir að Pólland lenti í efnahagskreppu líkt og mörg ríki ESB að þeir voru með sinn eigin gjaldmiðil, slótí.

 


Bloggfærslur 3. apríl 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 104
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 1129
  • Frá upphafi: 1117389

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 980
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband