Leita í fréttum mbl.is

Illugi fimbulfambar um ESB-málin

IllugiHann er skondinn pistillinn sem Illugi Jökulsson skrifar í vefritið Stundina nýverið. Það er eins og Illugi hafi gleymt því að við sóttum um aðild að ESB og að sú umsókn rann út í sandinn af því að ekki var hægt að uppfylla þau skilyrði sem Alþingi setti. Ríkisstjórnin var klofin í málinu og þjóðin var á móti aðild. Það vita það allir, og hér á landi sérstaklega, nema Illugi, eftir þá útreið sem umsókn Jóhönnustjórnarinnar fékk, að það þýðir ekkert að sækja um aðild eða halda áfram viðræðum nema tryggur þingmeirihluti og góður meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi aðild.

Þess vegna væri rétt að spyrja þjóðina um afstöðu til aðildar að ESB ef halda ætti viðræðum áfram. Meira að segja helstu forkólfar ESB-ríkjanna eru þessarar skoðunar. En ekki Illugi.

Illugi virðist hins vegar átta sig á því að þetta mál er dautt, enda skrifar hann: 

"Sumpart má segja að þetta skipti ekki öllu máli akkúrat þessa mánuðina því nýjar aðildarviðræður að ESB séu vart yfirvofandi alveg á næstunni."

En Illuga er þó mikið í mun að gera lítið úr núverandi utanríkisráðherra sem hefur þó meiri reynslu af samskiptum við forystulið ESB en flestir aðrir í ríkisstjórninni og á Alþingi Íslendinga. Hann virðist ekki gera ráð fyrir því að reynsla utanríkisráðherrans móti að einhverju leyti afstöðu hennar í ESB-málunum.

Er það kannski ómeðvituð kvenfyrirlitning hjá Illuga?

 


Lævís ESB-áróður leynist víða

DSC_0049Hann er lævís ESB-áróðurinn og hann leynist víða. Jafnvel þar sem maður á hans síst von. Það fékk tíðindamaður Heimssýnarbloggins að reyna á ferð um landið. Lengst uppi í óbyggðum, á bekk við borð hafði meðfylgjandi skilti verið komið fyrir, en undir sæti svo það eyðilegði nú ekki útivistaránægju ferðalanga. Evrópusambandið passar upp á að merkja sér þær krónur sem fara í gerð skiltisins, jafnvel á ólíklegustu stöðum.

Skiltaáróður af þessu tagi sést í ýmsum Evrópulöndum. Hann á að fegra ímynd ESB og gera fólk jákvæðara gagnvart sambandinu.


Sýndargjörningur hortugra ESB-karla

Þetta er merkileg játning ESB-höfðingja. Útgönguákvæðið, grein 50 í Lissabon-sáttmálanum, var aðeins hugsað af honum, höfundi greinarinnar, sem sýndargjörning til að kveða í kútinn gagnrýni frá Bretum um að ekki væri hægt að yfirgefa ESB. Nú þegar Bretar ætla að nýta sér ákvæðið vill þessi ítalski stjórnmálaforingi láta þjarma duglega að Bretum.

Þetta ESB er hætt að koma manni á óvart!

Mbl segir um þetta í viðfestri frétt:

 

Aldrei var hug­mynd­in að grein 50 í Lissa­bon-sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins yrði virkjuð líkt og Bret­land stefn­ir nú að því að gera í kjöl­far þess að bresk­ir kjós­end­ur samþykktu að yf­ir­gefa sam­bandið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í júní. Þetta er haft eft­ir Giuliano Amato, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu og höf­undi grein­ar­inn­ar í frétt Reu­ters.

Amato seg­ir að grein­in hafi þannig ekki verið sett í sátt­mál­ann til þess að hún yrði notuð held­ur ein­ung­is til þess að kveða í kút­inn gagn­rýni frá Bret­um um að ekki væri hægt að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið. „Hug­mynd­in var að það yrði til staðar dæmi­gerður ör­ygg­is­ventill sem yrði hins veg­ar aldrei notaður,“ seg­ir hann og lík­ir grein­inni við slökkvi­tæki sem aldrei er notað.

Amato kall­ar einnig eft­ir því að Evr­ópu­sam­bandið taki harða af­stöðu í fyr­ir­huguðum samn­ingaviðræðum við Breta um úr­sögn þeirra úr því þar sem raun­veru­leg hætta væri á því að leiðtogi ann­ars rík­is inn­an sam­bands­ins yrði eins „brjálaður“ og Dav­id Ca­meron, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og boðaði einnig til þjóðar­at­kvæðis um ver­una inn­an þess. 


mbl.is Greinina átti aldrei að nota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2016

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 118
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 1143
  • Frá upphafi: 1117403

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 992
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband