Leita í fréttum mbl.is

Þorbjörn Þórðarson útlistar böl EES-samningsins

thorbjornÞorbjörn Þórðarson segir í leiðara í Fréttablaðinu í dag að EES-samningurinn hafi verið böl vegna þess lýðræðishalla sem í honum felist þar sem takmarkað tillit hafi verið tekið til þarfa Íslendinga. Þorbjörn segir Íslendinga ekki tíma að eyða peningum til að hafa áhrif á reglur á grunni EES-samningsins. 

Þorbjörn segir:

Það er við hæfi að velta fyrir sér stöðu EES-samningsins á þessum tímapunkti. Sérstaklega í ljósi þess að bankamenn í Lundúnum telja ekki eftirsóknarvert fyrir Bretland að taka beint upp afleidda löggjöf ESB án þess að hafa nokkuð að segja um gerð hennar. Þetta er hinn eiginlegi lýðræðishalli EES-samstarfsins í hnotskurn. Sú staða sem blasir við Norðmönnum, Íslendingum og Liechtensteinum. Ísland, ólíkt Noregi, ver ekki háum fjárhæðum í að hafa áhrif á þessa löggjöf eða með hvaða hætti hún er tekin upp í EES-samninginn.

 

Í þessu samhengi má efast um að Íslendingar hefðu markvert meiri áhrif á EES-samþykktir jafnvel þótt Íslendingar væru aðilar að ESB.

Þorbjörn segir ennfremur:

EES-samningurinn hefur fært Íslendingum miklar hagsbætur í formi fjórfrelsis og aðgangs að innri markaði ESB. Þannig er beint orsakasamband á milli lífskjarasóknar hér á landi og aðildar okkar að fjórfrelsinu frá 1. janúar 1994. En fyrir hvaða fórnarkostnað og á hvaða forsendum? Fyrir yfirþjóðlegt eðli samstarfsins og forgangsáhrif EES-reglna vegna bókunar 35 við EES-samninginn? Forsendum okkar eða forsendum 30 annarra þjóðríkja og á grundvelli löggjafar sem við höfum lítið sem ekkert að segja um?

Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að samhliða lífskjarasókninni hefur EES-samningurinn líka verið böl. Ekki síst vegna lýðræðishallans og þess að takmarkað tillit er tekið til þarfa okkar í gerðum sem Ísland hefur tekið upp. ESB-gerðir eru löggjöf sem Íslendingar hafa ekkert um að segja, tíma ekki að eyða peningum í að hafa áhrif á og eru alltaf of seinir að taka upp.

 

Hérna gleymir Þorbjörn því að EES-samningurinn var einn af þeim þáttum sem gerði útrás bankanna á erlendri grundu mögulega á síðasta áratug og fyrir vikið varð bankahrunið miklu stærra en ella hefði getað orðið. Jafnframt munaði litlu að EES-ríkjunum tækist, m.a. vegna aðildar Íslands að EES-samningnum, að þröngva Íslendingum til að taka á sig Icesave og aðrar skuldir bankanna. 

Eins og fram kemur í leiðara Þorbjörns eru ýmsir í Bretlandi lítt hrifnir af EES-samningnum og vilja fremur gera tvíhliða samninga við ESB. Það verður fróðlegt að fylgjast með vegferð Breta í þessum efnum.

 

 


Bloggfærslur 22. ágúst 2016

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 121
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 2366
  • Frá upphafi: 1112151

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 2114
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband