Leita í fréttum mbl.is

Matvæli ódýr á Íslandi

Ódýrasta matarkarfan er í Berlínarborg en neytandinn þarf að greiða mest fyrir vörurnar í Osló, samkvæmt könnun í Bændablaðinu. Ísland  kemur vel út úr samanburðinum og er næstódýrast í samanburði verði á gúrkum, nýmjólk, hreinu smjöri, kjúklingabringum  og eggjum. Verð var kannað í sjö löndum. Nýmjólkin er áberandi dýrust í Osló þar sem lítrinn kostar 304  krónur. Í Óðinsvéum í Danmörku kostar hann 193 krónur og 177  krónur í London. Hérlendis kostar lítrinn 103 krónur. Ódýrasti  mjólkurlítri er hins vegar í Berlín í Þýskalandi þar sem hann  kostar einungis 98 krónur, 5% lægri en í Reykjavík.

Smjörverð er afar misjafnt á milli landa. Þannig er smjörið  ódýrast á Íslandi þar sem kílóverðið var 530 krónur en dýrast á Spáni  þar sem kílóið kostar 1.657. Þarna munar 212%.  Gúrkurnar reyndust ódýrastar á Spáni en dýrastar í Lúxemborg þar sem stykkjaverð var 226 krónur. Það er rúmlega helmingi hærra  verð en í Krónunni í Reykjavík.

Mikill verðmunur reynist vera  á kjúklingabringum milli landa. Hér er um að ræða ferskar bringur  en ekki frosnar. Dýrastar eru bringurnar í Noregi þar sem kílóið
kostar 3.551 krónu en ódýrastar í Þýskalandi þar sem kílóverðið  er 982 krónur. Athygli vekur að íslensku bringurnar lenda í miðjunni  í verðsamanburði. Þær reynast dýrari í Noregi, Danmörku og  Lúxemborg en ódýrari á Spáni, í Þýskalandi og á Englandi. 

Eggjaverðið er lægst á Spáni þar sem hægt er að kaupa 6 egg í pakka á 152 krónur. Í Noregi er verðið hæst eða 553 krónur. Á Íslandi er  eggjapakkinn á 245 krónur. Þegar á heildina er litið og skoðað hvað þessi tiltekna búvörukarfa kostar er verðmunurinn 150% á milli þeirrar dýrustu og ódýrustu.

Sjá nánar í Bændablaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 682
  • Frá upphafi: 1116894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband