Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskráin forsenda frekari stćkkunar ESB

c_documents_and_settings_hjortur_desktop_euconstitutionAngela Merkel, kanslari Ţýskalands, sagđi ţađ söguleg mistök ef ađildarríkjum Evrópusambandsins tekst ekki ađ semja um stjórnarskrá fyrir sambandiđ og fá hana samţykkta. Sagđi hún sambandiđ í raun ekki starfhćft fyrr en stjórnarskráin hafi tekiđ gildi. Ţjóđverjar tóku viđ forsćtinu innan Evrópusambandsins um áramótin og gegna ţví nćsta hálfa áriđ. Ţýsk stjórnvöld hafa lagt á ţađ megináherslu ađ stuđla ađ ţví ađ stjórnarskráin verđi samţykkt fyrir kosningarnar til Evrópusambandsţingsins voriđ 2009.

Sem kunnugt er höfnuđu Frakkar og Hollendingar stjórnarskránni í ţjóđaratkvćđagreiđslum 2005 og síđan hefur hún veriđ í algeru uppnámi. Merkel sagđi nauđsynlegt ađ halda málinu til streitu jafnvel ţó stjórnarskránni hefđi veriđ hafnađ "í einhverjum ađildarríkjum Evrópusambandsins" og bćtti viđ ađ hún vćri sjálf ekki hlynnt ţví ađ fleiri ţjóđaratkvćđagreiđslur fćru fram um máliđ. Hermt er ađ í Bryssel sé unniđ ađ ţví ađ skođa hvađa málsgreinar ţurfi ađ fella burt úr stjórnarskrárdrögunum til ađ ţau fáist samţykkt - helst án ţjóđaratkvćđagreiđslna í ađildarríkjunum.

Merkel sagđi ennfremur ađ án nýrrar stjórnarskrár vćri frekari stćkkun Evrópusambandsins útilokuđ og stjórnskipulag sambandsins í ólestri. Ţau ummćli eru í samrćmi viđ orđ José Manuel Barroso, forseta framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins, frá ţví fyrir jól ţar sem hann sagđi ađ gera ţyrfti breytingar á stofnunum sambandsins áđur en fleiri ríki gćtu bćst í hópinn. M.ö.o. orđum ađ fá stjórnarskrána samţykkta.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 68
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 1116840

Annađ

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 567
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband