Leita í fréttum mbl.is

Evran eyðileggur samheldni Evrópu

Evran eykur sundrungu í Evrópu. Grikkir, Spánverjar og Portúgalar mótmæla ekki aðeins stjórnvöldum í heimalöndum sínum heldur einnig Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Ríki eins og Svíþjóð og Bretland, sem standa utan evru-samstarfsins, láta sér ekki til hugar koma að ganga inn í gjaldmiðlasamstarfið. Rúmenía er á hinn bóginn vís með að vilja inngöngu enda landlægur áhugi þar að komast undan ábyrgð á skuldbindingum. Evran er einmitt slíkt verkfæri; þar sem allir bera ábyrgð á skuldum allra ber í reynd enginn ábyrgð.

Á þessa leið skrifar Hans-Olaf Henkel fyrrum forseti Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi í Financial Times. Hann segir það mestu mistökin á sínum ferli að hafa stutt gjaldmiðlasamstarfið um evruna.

Úr þessu verður evrunni ekki bjargað, skrifar Henkel. Tillaga hans er að Þýskaland ásamt Finnlandi, Austurríki og Hollandi kljúfi sig úr evru-samstarfinu og myndi nýjan gjaldmiðil. Suður-Evrópuríkin sætu uppi með evruna sem myndi gjaldfalla og skapa forsendur fyrir betri samkeppnishæfni.

Umræðan í Þýskalandi grefur jafnt og þétt undan tiltrú á evrunni. Þjóðverjar eru óðum að gera upp við sig að hvort vilja þeir né geta borið ábyrgð á skuldum evru-ríkjanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 87
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 1116859

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband