Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna

c_aegirÍslendingar fengu litlu ráðið um þróun fiskveiðimála í framtíðinni gengju þeir í Evrópusambandið. Prófessor í Evrópurétti segir að svo gæti jafnvel farið að aðrar Evrópuþjóðir krefðust skaðabóta vegna veiða sem þær töpuðu við landið þegar landhelgin var færð út. Frá þessu var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Ráðgjafi sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins telur að alþjóðlegar veiðiheimildir Íslendinga yrðu tryggari til lengri tíma litið ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Haft var eftir honum í fréttum í gær, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja að Íslendingar myndu sjálfir ákveða hverjir veiddu í lögsögunni ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Reglan gerir ríkjum kleift að setja skilyrði um hver fái að nýta kvótann sem þeim er úthlutað.

Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, segir málið ekki svo einfalt. Hann segir, að þar sem reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé ekki hluti af lagalegum grundvelli Evrópusambandsins, heldur afleiddri löggjöf, þá megi taka hana upp og breyta henni hvenær sem er. Sú ákvörðun yrði alfarið í höndum Evrópusambandsins, ekki Íslendinga einna.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Evrópusambandssinnar reyna ákaft að telja okkur trú um að sjávarútvegurinn skipti engu máli lengur. Ætli þessi umræða nái að kippa þeim niður á jörðina? 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.2.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Er þessi náungi ekki einn ef erindrekum LÍU ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.2.2007 kl. 03:17

3 identicon

Ætli Lýðveldistakan 1944 verði þá líka dæmd ólögleg ?

Bobbi (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 11:22

4 Smámynd: Sjóveikur

Það er sjálfu sér allt í lagi að efrópu ríki krefjist skaðabóta, það gefur okkur tilefni til að krefjast greiðslna fyrir allt sem þeir hafa tekið fram að og eftir þann tíma sem landhelgin var færð út í  alþjóðabókfærslunni, það kostaði bæði hörmungar hjá alþýðu og mannslíf hjá Íslensku þjóðinni að fá Breta til að skilja hvað er rétt og ekki, það má einnig meta til fjár þá þvingun sem Bretar og þeirra bandamenn lögðu á þjóðarbúið okkar, einnig má ræða við Efrópu þjóðir bætur fyrir hernámið og þann skaða sem það olli þjóðinni, við gætum kanski endað með fullt af aurum ef vel er á haldið.

Einnig má spjalla við Efrópu þjóðir um þær þjáningar sem forfeður okkar urðu fyrir á meðan stríð gengu fram og til baka um efrópu og ollu svelti og fleirum vandræðum hjá íslensku þjóðinni, sem ekki átti neinn þátt í þeim ófriði.

ég veit ekki, en þessir morðóðu hundar sem stýra efrópu eru velkomnir að ræða málin og fá þá góðan séns að réttlæta gerðir sínar og sinna forvera, td. hvers vegna er því stríðsbrjálaða fólki Þýskalands leift að hervæðast á nýtt, þeir vilja nú setja lög sem banna vantrú á það sem stjórnvöld segja, þeir vilja halda verndarhendi yfir stríðsglæpamanni frá Danmörku, og fleira gott má nefna, en..

Fáráður

Sjóveikur, 10.2.2007 kl. 12:53

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þessi athugasemd frá Fáráður er út í hött. Að kalla þýzku þjóðina og
þýzk stjórnvöld stríðsbrjáðlað fólk í dag er gjörsamlega ólíðandi.
Enda felur þessi náungi sig undir nafnleynd.

Annars eins og oftast er ég sammála málshefjanda.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.2.2007 kl. 15:46

6 identicon

Sæll, Guðmundur Jónas og þið öll !

Ég hygg, að sagan dæmi nú Þjóðverja bezt. Lungann af sögu Evrópu, hafa Germanir (Þjóðverjar) verið með mestu rustaþjóðum álfunnuar, það sem þeim tókst ekki með heimsstyrjöldum 20. aldarinnar, reyndar efnahagslega sækja þeir stórum á, innan álfu sem utan, og eru uppistaðan í hinu torráða Evrópusambandi. Guðmundur Jónas, mörgum kostum er þýzka þjóðin búin, s.s. í menningu, tækni og vísindum, það verður aldrei af þeim skafið.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 18:56

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara endurtek það að mér finnst þetta gjörsamlega út í hött að
kalla Þjóðvera stríðsbrjálaða í dag. Algjörlega út í hött.

Þjóðverjar hafa ætíð sýnt Íslendingum mikla vináttu og áhuga fyrir
íslenzkri menningu og náttúru. Tel að við eigum nú að stórefla
pólitísk tengsl okkar við Þjóðverja, ekki síst af því þeir eru lykilþjóð í
Evrópusambandinu.  Þá eigum við líka að efla tengsl okkar á sviði
öryggis- og varnarmála við Þjóðverja í framtíðinni. Eigum fáa eins
vinveitta þjóð og Þjóðverja.

Ætla svo ekki að blanda mér út í það hverjir rústuðu hverja, fyrr og
síðar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.2.2007 kl. 20:16

8 identicon

Menn þurfa vissulega að varast ormstungu mann eins og ráðgjafa sjávarútvegsstjórans.

En hvað varðar öryggis og varnartengls við Þjóðverja varðar, þá fæ ég ekki fyllilega séð hvað þeir hefðu að bjóða annað en vopn. Enda er floti þeirra ekki mjög útsjávarlegur og lítið um varnir gegn innrás af hafi. Þetta eru þeir hernaðarþættir sem Íslendingar þurfa að einbeita sér að vilji þeir verja sig.

Þannig að litla þekkingu eða hernaðarmátt mætti fá frá þeim bæ okkur til aðstoðar. En annars er vopnaframleiðsla þeirra í háum gæðaflokki. Enda eru vopnabúr Lögreglu fyllt af þýskum vopnum Heckler og Kochs. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 920
  • Frá upphafi: 1117692

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 821
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband