Leita í fréttum mbl.is

Staðfesta og svik - prófkjörin framundan

Fá mál ef nokkur munu hafa meiri áhrif á kjósendur í prófkjörum á næstu mánuðum í öllum flokkum en afstaða frambjóðenda til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna er mikilvægt að þeir, sem hyggjast leita eftir stuðningi flokkssystkina sinna til setu á Alþingi hafi skýra afstöðu í þeim efnum.

Það er ýmislegt, sem hefur gerzt frá siðustu þingkosningum, sem veldur því að þetta er svo mikilvægt. Ásæðan er sú, að stjórnmálamenn í öllum flokkum hafa haft tilhneigingu til að segja eitt og gera annað, þegar kemur að ESB.

Vinstri hreyfingin-grænt framboð er að sjálfsögðu gleggsta dæmið um þetta. Vitað er að fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins kusu VG í þingkosningunum 2009 vegna þess að þeir treystu þeim flokki betur en eigin flokki til þess að standa gegn aðild að ESB.

Frá þeim tíma hefur tvennt gerzt. Annars vegar hafa landsfundir Sjálfstæðisflokks tekið svo skýra afstöðu gegn aðild að ESB að skýrari getur hún ekki verið. Hins vegar hefur VG svikið svo rækilega gefin loforð um andstöðu við aðild að lengra verður ekki gengið í kosningasvikum.

Þeir kjósendur, sem setja andstöðu við aðild á oddinn geta að sjálfsögðu ekki kosið fólk á þing, sem er hlynnt aðild, þótt þeir hinir sömu mundu af öðrum ástæðum gjarnan vilja styðja þá einstaklinga til góðra verka. En spurningin um aðild að ESB er grundvallarspurning um framtíð íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna hljóta kjósendur að víkja til hliðar öðrum álitaefnum og kjósa þá til þingframboðs í prófkjörum, sem þeir treysta til að fylgja andstöðunni við aðild að ESB fast eftir.

Pistillinn hér að ofan er fengin frá Evrópuvaktinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 704
  • Frá upphafi: 1116916

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 621
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband