Leita í fréttum mbl.is

Fundur um Evrópumál í hádeginu mánudag 12. nóv.

Evrópuvaktin stendur að fundi með Alþjóðamálastofnun HÍ og RNH í stofu 201 í Odda, félagsvísindahúsi Háskóla Íslands, mánudaginn 12. nóvember klukkan 12-13 um samrunaþróun innan ESB og samkeppnishæfni Evrópu. Mats Persson, forstöðumaður hugveitunnar Open Europe, í London flytur fyrirlesturinn og svarar fyrirspurnum.

Mats Persson nefnir fyrirlestur sinn How Further Integration Could Hurt Europe’s Competitiveness Hvernig samrunaþróunin innan ESB getur torveldað samkeppnishæfni Evrópu.

Open Europe er hugveita, sem starfar í tengslum við forystumenn í bresku atvinnulífi og hefur skrifstofur í London og Brussel. Einnig hefur þýsk systurstofnun Open Europe opnað skrifstofu í Berlín. Aðstandendur hugveitunnar eru hlynntir samstarfi Evrópuríkja, en telja, að samrunaþróunin innan Evrópusambandsins geti gengið of langt. Nauðsynlegt sé að örva hagvöxt og samkeppnishæfni í Evrópu og hverfa af leið miðstýringar. Stjórnarformaður Open Europe er Leach lávarður af Fairford.

Mats Persson fæddist í Bankeryd í Svíþjóð og hefur lokið meistaraprófi frá Hagfræðiskólanum í London, LSE. Hann hefur verið forstöðumaður Open Europe frá 2010, en var áður stjórnmálaráðgjafi í Washington-borg í Bandaríkjunum. Hann bloggar reglulega á heimasíðu Telegraph í London.

Áhugamenn um þróun mála innan ESB og stjórnmála í Evrópu með hliðsjón af umræðum um ESB-málefni í einstökum löndum hafa aðgang að daglegu yfirliti á vefsíðu Open Europe. Þar eru tekin saman höfuðatriði í fréttum dagblaða í fjölmörgum löndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 157
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 2269
  • Frá upphafi: 1112311

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 2040
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband