Leita í fréttum mbl.is

Þetta er fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB

BjarniBenÞað er gott að Bjarni Benediktsson skuli vekja svona athygli á þessu máli. Þetta er í raun ekkert annað en undirgefni við óþolandi kröfur Evrópusambandsins eins og hann segir.

Sjá hér fréttina í heild.

„Það verður ekki annað séð en að meirihluti nefndarinnar sé að opna fyrir það að þingið geti án þess að það verði borið undir þjóðina tekið ákvörðun um að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana sem við Íslendingar eigum ekki aðild að,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í annarri umræðu um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár.

Vísaði Bjarni þar til meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins og ákvæða frumvarpsins um utanríkismál. Benti hann á að í greinargerð með frumvarpinu segði að þetta væri hugsað til þess að greiða fyrir eðlilegri þróun samstarfsins um Evrópska efnahagssvæðisins.

„Það er mín skoðun að hér sé ekkert annað á ferðinni heldur en fullkomin eftirgjöf gagnvart óþolandi kröfum Evrópusambandsins um að við framseljum til stofnana, sem við eigum enga aðild að og starfa á grundvelli ESB-sáttmála, ríkisvald og þannig verði horfið frá tveggja stoða kerfinu sem EES-samstarfið hefur ávallt byggst á,“ sagði hann.

Bjarni beindi orðum sínum til Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og spurði hvers vegna í ósköpunum nefndin væri að leggja til að ekki yrði áfram starfað á grundvelli tveggja stoða kerfisins.

Skírskotaði hann þar til þess fyrirkomulags að Ísland og önnur aðildarríki EES sem standa utan Evrópusambandsins heyra ekki undir vald framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og dómstóls þess heldur sér Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dómstóllinn um eftirlit með framkvæmd EES-samningsins gagnvart þeim.

Valgerður svaraði því til að upp kæmu atvik þar sem ekki næðist samkomulag um að byggja á tveggja stoða kerfinu. Þar hefði Alþingi verið að leika sér á gráu svæði með tilliti til stjórnarskrárinnar. Bjarni vísaði þessum ummælum á bug og sagði skýrt að framsal valds til stofnana sem Ísland ætti ekki aðild að væri brot á stjórnarskránni.

„Þetta er ekkert annað en undirgefni við óþolandi kröfur Evrópusambandsins sem menn eiga að mæta af hörku eins og ávallt hefur verið gert fram til þessa, á til dæmis við um bankatilskipunina sem núna er í farvatninu, og það er ekkert hægt að tala svona um það að við höfum verið að leika okkur á einhverju gráu svæði,“ sagði Bjarni ennfremur.


mbl.is „Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi halda Sjálfstiðismenn og Framsóknarmenn þessu stjórnarskrárfrumvarpi í málþófi fram til kosningana í vor eða til loks þings.

Þetta er vanhugsað frumvarp og margir sérfræðingar í stjórnarskrárlögum og reglum segja marga vankanta á þessu stjórnarskrárfrumvarpi.

Stoppa þetta með málþófi það er eina vopnið sem stjórnarandstaðan hefur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 31.1.2013 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 174
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 1116777

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband