Leita í fréttum mbl.is

Skýrsla: ESB-leiðirnar hefðu leitt til ófarnaðar

no_euÍslendingar stæðu mun verr ef þeir hefðu tekið á sig Icesave-baggann eins og Samfylkingin, Björt framtíð og fleiri vildu. Frumskýrsla þessara tveggja fræðimanna sem mbl.is vitnar hér til bendir til þess.

Við hefðum einnig staðið verr að vígi ef við hefðum reynt að fara svokallaða írska leið - sem reyndar er spurning hvort ekki megi kalla evruleið.

Við virðumst hafa hitt á skástu leiðina í hruninu, ekki síst þar sem þjóðin tók í taumana á síðari stigum.

Það var rétt að setja neyðarlögin, það var rétt að setja tímabundin gjaldeyrishöft á, það var rétt að auka ekki opinber útgjöld og það var rétt að taka ekki á sig skuldir einkaaðila.

ESB reyndi að þvinga okkur til að taka á okkur skuldir einkaaðila. ESB-forystunni var heldur ekkert gefið um neyðarlögin þótt ákveðnar stofnanir hefðu með semingi að lokum sagt þær vera í lagi.

Nú er bara eftir að taka eina rétta ákvörðun að sinni. Ákveða að Ísland skuli ekki ganga í ESB.


mbl.is Fórum bestu leiðina eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldin í þessu var í framhaldi að hafa áfram okurvexti á íbúðalánum allt að 25% á árinu 2009 (verðtrygging + 5%) og hirða aleiguna af launafólki sem keypti íbúð á síðustu 10 árum. Fjármálakerfinu bjargað og heimilunum fórnað.  Matur hefur hækkað á síðustu 5 árum um allt að 100%. Farið í Bónus og gerið helgarinnkaup, 25 þúsund kall karfan og útborguð venjuleg laun 200 þúsund. Já við höfum það svakalega gott þessi venjulegi launamaður, æðislegt alveg.

Margret S (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 11:44

2 Smámynd:   Heimssýn

Í bloggfærslunni hér að ofan er einungis verið að vísa til þess sem fram kemur í umræddri skýrslu, eins og mb.is greinir frá henni. Skýrslan er skrifuð af hagfræðingum og eins og algengt er um slíkar skýrslur hagfræðinga þá endurspeglar þessi hagfræðitilraun þeirra að öllum líkindum meðaltöl. Það er því að líkindum meðaltalsniðurstaðan sem ályktun er dregin út frá. En eins og gildir um meðaltöl þá eru frávik frá þeim. Sumir hafa það verra og arðrir betra. Það er alveg rétt hjá Mergréti í athugasemdinni hér að ofan að skuldirnar hafa verið ákveðnum og stórum hópi þungur baggi. Það er ekki dregið í efa.

Heimssýn, 9.2.2013 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 120
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 1116892

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 616
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband