Leita í fréttum mbl.is

Eru Finnar einmana í ESB og með evru?

Leiðtogar þeirra Norðurlandaþjóða sem eru í ESB segja jafnan að norræn áhrif yrðu meiri í ESB ef Íslendingar gengju þar inn. Þetta bendir til þess að áhrif norrænna þjóða sem eru í ESB séu lítil og að þau finni þar til smæðar sinnar.

Það er ólíklegt að sams konar kenndir bærist með Þjóðverjum eða Frökkum. Bretar eru reyndar stundum dálítið súrir yfir því að fá ekki að ráða meiru, en fyrir þá skiptir ekki miklu í því samhengi hvort Írar séu í ESB eða ekki. Allir vita að það eru stærstu þjóðirnar sem mestu ráða hvort eð er innan ESB.

Finnar eru að verða einmana í ESB. Þeim líður orðið hálf ónotalega með evruna því þeir eru farnir að finna fyrir sams konar misvægi og jaðarþjóðirnar í suðri og Írar fundu fyrir í samstarfinu síðustu árin þótt einkennin séu ekki öll þau sömu.

Nú er samdráttur í framleiðslu í Finnlandi, atvinnuleysi hefur aukist og er í kringum 9 prósent, viðskiptahalli gerir nú vart við sig og opinberar skuldir fara vaxandi og nálgast 60% markið miðað við verðmæti landsframleiðslu.

Það er skiljanleg kurteisi að forseti okkar sé ekki að svara gestinum um þessi afskipti af íslenskum málum. En er ekki kominn tími til þess að Íslendingar ákveði þessi mál sjálfir og án þess að erlendir þjóðhöfðingjar séu sífellt að reyna að segja okkur hvað við eigum að gera?

Það kann einhverjum að þykja það dónaskapur í garð gesta af þessum toga, en það er ekki annað en hægt að draga þá ályktun að þeir séu í þessum efnum ekkert annað en málpípur Brussel-veldisins og ESB-væðingarinnar - og það jafnvel þótt ESB-byggingin sé í ljósum logum.


mbl.is Ákjósanlegt að auka áhrif Norðurlanda innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 103
  • Sl. sólarhring: 217
  • Sl. viku: 2348
  • Frá upphafi: 1112133

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 2099
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband