Leita í fréttum mbl.is

Uppnám meðal danskra stjórnmálamanna vegna íhlutunar ESB-dómstólsins í velferðarmál

Miklar umræður eru meðal danskra stjórnmálamanna um stöðuna gagnvart ESB eftir að ESB-dómstóllinn hafnaði fimmtudaginn 18. júlí kröfu þýska ríkisins um að tveir námsmenn skyldu hafa búið þrjú ár samfleytt í Þýskalandi til að hljóta þýskan styrk til náms í öðru ESB-landi.

Þetta kemur fram á Evrópuvaktinni í gær.

Þar kemur einnig fram þetta:

Danskir stjórnmálamenn telja að í dóminum felist afskipti af velferðarkerfinu og þar með óviðunandi virðingarleysi fyrir fullveldi einstakra ríkja.

Alls verja Danir 12 milljörðum danskra króna (240 milljörðum ISK) til SU (Statens Uddannelsesstøtte), opinberrar fjárhagsaðstoðar til að stunda nám. Þeir sem óttast íhlutun ESB-dómstólsins minna á að í febrúar 2013 komst hann að þeirri niðurstöðu að danska ríkinu bæri að greiða SU til borgara frá öðru ESB-landi sem mætti skilgreina sem launþega. Talið er að sú niðurstaða kosti danska ríkið 200 milljónir króna (4 milljarða ISK). Þá hefur danska ríkið einnig verið dæmt til að greiða barnabætur með vísan til reglna ESB um frjálsa för. Leggur ESB-dómstóllinn höfuðáherslu á að verja þann rétt og að tryggja að unnt sé að nýta hann án hindrana, þótt viðurkennt sé eitthvert, óskilgreint, svigrúm þjóðþinga til að setja sérreglur innan eigin landamæra.

Brian Mikkelsen, þingflokksformaður danskra íhaldsmanna, hefur lagt til að gerð verði „þjóðarsátt“ til að „vernda“ danska velferðarkerfið gegn íhlutun af hálfu ESB. Hann hefur ekki lagt fram fastmótaða tillögu en hreyft því að ef til vill megi lækka skatta en þess í stað borgi menn iðgjald vegna SU og heilbrigðisþjónustu.

Í leiðara Berlingske Tidende sem birtist 15. júlí áður en þessi nýi ESB-dómur féll kemur fram að Danir séu sérstaklega viðkvæmir fyrir íhlutun af hálfu ESB á þessu sviði vegna þess að skipan velferðarmála sé önnur hjá þeim en almennt innan ESB. Í flestum Evrópulöndum greiði vinnuveitendur og launþegar gjald í tryggingarsjóð. Þar leggi því farandverkafólk sitt af mörkum til gagnkvæms sjóðs. Í Danmörku sé þess ekki krafist að menn inni neitt slíkt gjald af hendi. Í Danmörku sé nóg að menn séu í landinu og þarfnist aðstoðar. Vandinn komi til sögunnar þegar sífellt fleiri frá Austur-Evrópu setjist að í Danmörku. Blaðið minnir á að Austur-Evrópubúar séu gott vinnuafl sem sætti sig við að vinna fyrir samningsbundin laun en það eigi ekki endilega við um Dani.

Í viðbrögðum lesenda við leiðara blaðsins á netinu kemur fram að í Danmörku fylgist menn náið með umræðum um ESB í Bretlandi, Danir hafi farið með Bretum inn í ESB og íhugi Bretar brottför kunni að vera rökrétt fyrir Dani að huga að eigin framtíð í ESB. „Húsið brennur og kannski er skynsamlegast að leita að útgönguleið,“ segir lesandi Berlingske Tidende.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna ættu ríki ekki að bera sjálf ábyrgð á sinni þjóð?

Geta ríki Evrópu ekki haft frelsi til að vinna og búa innan Evrópu, þótt ekki sé eitthvert ESB-falið-vald, sem drottnar og stýrir með reglugerðarkerfi (sem ESB skilur ekki einu sinni sjálft)?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 00:25

2 identicon

Frjals flutningur folks milli rikja, krefst þess að menn deili með ser abyrgðum og skyldum sem eru þar að lutandi. Og danir eru litið annað en hræsnarar i þessu mali. Danir gefa ekki skylding till þessara aðflutta utlendinga, fyrr en eftir akveðið timabil. Alveg eins og þjoðverjar vildu að myndi gilda. Og það er mklu meira i hufi her, þar sem domur domstolsins mun leida af ser að sameiginlegur sjoður innan evropu verði settur a fot. Og danir eru duglegir við að taka sinn skerv af sjoðum og aðstoðum sem að mestu rennur fra þyskum skattborgurum ... Þannig að umsögn þeirra um eigin velferð a engan vegin við. Það er svona svipað eins og að heira kjærsgaard tala um slæður ... Kjaftæði sem rennur ur halfvita.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 08:28

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Bjarne Örn. Geta ríki ekki sjálf sett lög og reglur, sem taka á þessum málum fólks, sem flytur og vinnur þvert á landamæri?

Það hefur virkað milli norðurlandanna, án ESB-yfirvalds?

Ekki þekki ég innanlandsmál í Danmörku vel. En er það ekki rétt, að skattar eru mjög háir í Danmörku, nettó-laun eftir skatta og gjöld mannsæmandi, og opinber þjónusta virkar í samræmi við verferðar-mannréttindakröfur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 216
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 2328
  • Frá upphafi: 1112370

Annað

  • Innlit í dag: 186
  • Innlit sl. viku: 2094
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 181

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband