Leita í fréttum mbl.is

ESB vildi að við tækjum á okkur skuldir bankanna, segir Geir

Geir Haarde staðfesti í gær á morgunfundi Seðlabankans að ESB vildi að Íslendingar ábyrgðust skuldir bankanna. Jafnframt staðfesti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að regluverk ESB hefði átt stóran þátt hrikalegri útþenslu bankanna.

Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á fundi Seðlabankans í gær að í hruninu hefði Barroso aðalframkvæmdastjóri ESB hringt í sig og sagt að íslenska ríkisstjórnin yrði að gæta að hagsmunum þeirra sem veittu fjármagn. Þar átti Barroso við að þeir erlendu lánardrottnar sem lánað hefðu íslensku bönkunum yrðu að fá sitt.  Geir fór ekki að þessum ráðum og það var mikil blessun að neyðarlögin voru samþykkt þannig að íslenska ríkið þyrfti ekki að ábyrgjast allar skuldir  bankanna.

Það kom jafnframt fram hjá Geir að glapræði hefði verið að leita ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr, þ.e. áður en neyðarlögin hefðu verið samþykkt. Hefði það verið gert hefðu ESB-ríkin, sem réðu ferðinni í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í máli Íslendinga lengi vel, aldrei samþykkt að gömlu bankarnir hefðu verið látnir fara í þrot.

Það var því mikil mildi að ekki var farið að vilja ESB-ríkjanna  og að neyðarlögin voru sett áður en samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hófst.

Það var einnig athyglisvert sem fram kom í ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í gær að meingallað regluverk ESB hafi gert útþenslu íslensku bankanna mögulega.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 142
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 2254
  • Frá upphafi: 1112296

Annað

  • Innlit í dag: 117
  • Innlit sl. viku: 2025
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband