Leita í fréttum mbl.is

Pia í pólitík

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, og samstarfsmenn hennar eru á kafi í pólitík. Stofnunin beitir ekki venjulegum fræðilegum aðferðum heldur styður mál sitt að verulegu leyti með því að vísa til ónafngreindra embættismanna ESB sem eiga sér þá ósk heitasta að viðræðurnar verði kláraðar við Ísland. Pia og samstarfsmenn hennar telja svo fræðimannahlutverk sitt helst felast í því að hvetja til þess að viðræður verði kláraðar svo hægt verði að kíkja í pakkann - og byggja niðurstöður sínar að verulegu leyti með vísan til þessara ónafngreindu heimildarmanna sem vilja helst fá Ísland og íslenska lögsögu inn í ESB.

Það hlýtur hver maður að sjá að þetta eru óboðleg vinnubrögð. Alþjóðamálastofnun virðist vera stofnuð með það fyrir augum meðal annars að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og nýtur milljónastuðnings ýmissa samtaka í þeim tilgangi eins sjá má á reikningum stofnunarinnar.

Það er sjálfsagt að fólk lýsi sínum skoðunum og jafnvel óskum. En menn eiga ekki að telja fólki trú um að það sé einhver fræðimennska sem liggur til grundvallar þegar allar athafnir fræðimannsins miða allar að því að reyna að ná fram því pólitíska markmiði sem hann eða hans stofnun hefur sett sér. 

 Smellið tvisvar til að sjá í fullri stærð:

ams 


mbl.is „Vitum hvað Evrópusambandið er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Ég held að það megi nánast segja að títtnefnd Alþjóðastofnun sé bara deild innan ESB, verandi á allskyns styrkjum þaðan og útdeilandi "rannsóknarstyrkjum" um ESB málefni sjálfir. Það dettur engun skynsömum manni í hug að eitthvað sé að marka það sem þessi stofnun lætur frá sér um ESB þar sem afkoma stofnunarinnar veltur á velvild og/eða gjafmildi Evrópusambandsins.

Högni Elfar Gylfason, 8.4.2014 kl. 21:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mig er farið að gruna að þessi skýrsla og eins og hún er unnin, sé frekar til þess að fólki snýst hugur um umsóknina. Því skynsamt fólk skynjar hvað þetta er sérkennilegur málflutningur, settur í einhverskonar fræðímannabúning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2014 kl. 00:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ansi hræddur um að þessi skýrsla stæðist ekki skoðun sem lokaritgerð í BA námi og yrði hafnað.  Bara það eitt að vitna í ónafngreinda heimildamenn er eitthvað sem er bannað.

Jóhann Elíasson, 9.4.2014 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 178
  • Sl. viku: 589
  • Frá upphafi: 1116782

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband