Leita í fréttum mbl.is

Tálsýn um evru

Flestir átta sig nú orðið á þeim vandræðum sem evran hefur skapað í Evrópu. Hún á stóran þátt í litlum hagvexti, miklu atvinnuleysi og mikilli skuldasöfnun í mörgum evruríkjanna. Samt eru margir enn þeirrar skoðunar hér að evran sé helsti kosturinn við ESB. Hörður Ægisson, viðskiptablaðamaður Morgunblaðsins, skrifar í dag um tálsýnina um evru á viðskiptasíðum Morgunblaðsins.
 
Hann segir:
 
Skýrsla Alþjóðamálstofnunar sýnir fram á að afnám fjármagnshafta og aðild að ESB og upptaka evru eru tveir aðskildir hlutir. Ísland getur ekki orðið hluti af ERM II-samstarfinu, formlegu aðlögunarferli að upptöku evrunnar, fyrr en höftin hafa verið afnumin. Þar er engin aðstoð í boði af hálfu Evrópska seðlabankans - nema það sé pólitískur vilji fyrir því að ríkið taki risalán í evrum til að hleypa út erlendum krónueigendum.
Í skýrslunni er fullyrt að Ísland ætti að geta tekið upp evru á aðeins 2-3 árum eftir að gengið er inn í ERM-II ferlið. Ekki er hins vegar gerð nein tilraun til þess að útskýra þann lærdóm sem evruríkin hafa dregið eftir fjármálakreppuna. Þá kom í ljós að mörgum evruríkjum var hleypt inn í ERM-II á fölskum forsendum. Engar líkur eru á að Íslandi yrði veitt heimild til að ganga inn í ERM-II á sama tíma og landið glímir við djúpstæða greiðslujafnaðarkreppu.
Fengi Ísland inngöngu í ERM-II þá er jafnframt ljóst að Seðlabanki Íslands þyrfti að bera hitann og þungann af því að verja gengi krónunnar innan 2,25% vikmarka gagnvart evru - að minnsta kosti í tvö ár. Slíkt yrði hægara sagt en gert og útheimtir talsvert handafl í formi gjaldeyrisforða. Skuldsettur forði Seðlabankans kæmi þar að litlu gagni.
Upptaka evru við núverandi aðstæður á Íslandi er tálsýn - og beinir sjónum okkar frá óleystum vandamálum heima fyrir. 
 

 

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 104
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 2349
  • Frá upphafi: 1112134

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 2100
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband