Leita í fréttum mbl.is

Ennþá tæplega 30 prósenta atvinnuleysi í Grikklandi

Svo sem meðfylgjandi frétt ber með sér er ennþá tæplega þrjátíu prósenta atvinnuleysi í Grikklandi. Konur eiga heldur erfiðara með að fá vinnu en karlar. Atvinnuleysið meðal ungs fólks er ríflega 50 prósent.

Atvinnuleysið er að hluta til afleiðing þess að Grikkir gengu í ESB og tóku upp evru. Afleiðingin varð hefðbundin markaðsmistök (moral hazard) sem fólust í því að Grikkir voru almennt af lánsfjármörkuðum taldir jafn góðir lántakendur og Þjóðverjar og fengu því mun lægri vexti fyrir vikið. Aðilar á lánsfjármarkaði höfðu í raun ekki nógu góðar upplýsingar um hag einstaklinga og hins opinbera í Grikklandi til að geta metið áhættu rétt.

Fyrir vikið varð skuldasöfnum miklu meiri og í samdrættinum eftir kreppuna eiga þeir erfitt með að greiða af sínum skuldum. 

Ef Grikkir hefðu verið með eigin gjaldmiðil er víst að áhættan hefði verið betur metin, þeir fengið hærri vexti og skuldasöfnun minni. Minni skuldir og aðlögun gengis gjaldmiðils hefði þá gert kreppuna minni og tiltekt eftir hana sársaukaminni. 

 


mbl.is Yfir 27% atvinnuleysi í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 57
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 2169
  • Frá upphafi: 1112211

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1947
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband