Leita í fréttum mbl.is

Birgitta gagnrýnir Samfylkinguna harðlega fyrir að hafa sundrað þjóðinni

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata á Alþingi, segir það hafa verið glapræði hjá síðustu ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB á sama tíma og hún ætlaði einnig að breyta stjórnarskránni. Þetta hafi sundrað þjóð sem þurfti á samstöðu að halda.

Í viðtali við RUV segir Birgitta:  

„Ég hefði beðið með og ég sagði við þau ítrekað að þarna væru þau að sundra þjóð sem þarf á samheldni að halda.  Að ætla bæði að breyta stjórnarskránni og sækja um aðild að ESB á sama tíma - það var glæpræði að mínu mati.“ 

Það verður ekki annað séð en að það hafi fyrst og fremst verið Samfylkingin sem hafi sundrað þjóðinni á erfiðum tímum með því að keyra í gegn samþykkt á Alþingi um að sótt yrði um aðild að ESB.

Samfylkingin endaði svo úti í skurði með þessa umsókn og hrökklaðist frá.

Þetta er merkilegur vitnisburður hjá Birgittu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimskuleg ummæli hjá Birgittu. Það var furðugóð samstaða meðal þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá og umsókn um ESB-aðild hefur alltaf skipt umsóknarþjóðum í tvær fylkingar.

Ef Birgitta meinar þetta ber hún sjálf á því ábyrgð. Hún vildi nýja stjórnarskrá og var kosin á þing sem stuðningsmaður ESB-aðildarumsóknar.  Hún greiddi þó atkvæði gegn eigin skoðun eftir að hótun hennar þess efnis vegna annars máls bar ekki árangur.

Þeir sem báru mesta ábyrgð á samstöðuleysi þjóðarinnar í tíð síðustu ríkisstjórnar voru stjórnarandstæðingar sem snerust gegn öllum málum ríkisstjórnarinnar af mikilli heift í anda leiðtoga síns Davíðs Oddssonar. Þeim barst síðan liðsauki í villiköttum Vg.

Hvernig er með formann Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur? Ég sé aldrei vitnað í hana. Er hún ekki í jafnmiklum metum og Birgitta?   

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 14:44

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég fæ ekki betur séð en að Birgitta hafi á réttu að standa að þessu sinni. Samfylkingarvesalingarnir,ásamt Flokkseigendafélagi VG, höguðu sér eins og rakin fífl í síðustu ríkisstjórn og uppskáru í samræmi við það.

Jóhannes Ragnarsson, 2.10.2014 kl. 16:24

3 Smámynd: Elle_

Kannski eru þau rakin fífl?

Elle_, 3.10.2014 kl. 01:03

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Minnist Birgittu sem helstu vonarstjörnu margra okkar sem stóðum ráðþrota á Austurvelli þá örlagaríku daga, þegar fjandmenn ríkisins véluðu um fullveldi þess. Hún er vissulega að skýra rétt frá. Hún sá aðförina gerast á vettvangi.

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2014 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 84
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 2329
  • Frá upphafi: 1112114

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 2080
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband