Leita í fréttum mbl.is

Bretar rugga ESB-skútunni

Bretar eru í sviðsljósinu. Þeir sætta sig ekki við reglur um frjálsa för fólks innan Evrópusambandsins og fyrir vikið segir Merkel Þýskalandskanslari að þeir geti þá bara hypjað sig. Gjörðir bresku stjórnarinnar endurspegla hugarástandið innanlands í þessum málum.

Mbl. segir svo frá (sjá einnig á Eyjunni.is):

 

Verður ekki aft­ur snúið

Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands.stækka

Phil­ip Hammond, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands. AFP

Stjórn­völd í Bretlandi eru til­bú­in til að ganga frá samn­inga­borði Evr­ópu­sam­bands­ins, ef ósk­ir þeirra eft­ir nýj­um regl­um um fólks­flutn­inga milli landa verða hunsaðar. Það myndi aft­ur auka lík­urn­ar á því að Bret­ar gengju úr banda­lag­inu. Þetta sagði ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, Phillip Hammond, í sam­tali við Daily Tel­egraph í gær.

Hammond sagði að breska þjóðin gæti kosið að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið ef ekki kæmi til „um­tals­verðra þýðing­ar­mik­illa end­ur­bóta“ í Brus­sel.

Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra hef­ur heitið þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi aðild 2017, ef Íhalds­flokk­ur­inn held­ur völd­um eft­ir þing­kosn­ing­ar á næsta ári, en illa geng­ur að fá aðra Evr­ópu­leiðtoga til stuðnings við hug­mynd­ir breskra stjórn­valda um end­ur­skoðun reglna um fólks­inn­flutn­ing.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, varaði Ca­meron við því í síðustu viku að hann nálgaðist óðum þann stað þar sem ekki yrði hægt að snúa við hvað varðaði til­lög­urn­ar.

Hammond seg­ir hins veg­ar að það verði alls ekki aft­ur snúið; Bret­land sé „til­búið til þess að standa upp frá borðinu og ganga burt“ ef til­lög­ur þess verða ekki tekn­ar til skoðunar.

„Við verðum að vera til­bú­in til þess. Í þessu til­felli er það ekki einu sinni okk­ar ákvörðun af því að við end­ann á þess­ari veg­ferð bíður þjóðar­at­kvæðagreiðsla,“ var haft eft­ir hon­um á vefsíðu Tel­egraph.

Hammond, sem er langt í frá harðasti stuðnings­maður Evr­ópu­sam­bands­ins, hét því að vera op­in­skár gagn­vart öðrum aðild­ar­ríkj­um sam­bands­ins og vara þau við að bresk­ur al­menn­ing­ur vænti niður­stöðu.

„Ég myndi vilja segja við þýska koll­ega minn í fullri hrein­skilni: ef þú dreg­ur lín­una þarna, þá held ég að við kom­um þessu ekki í gegn hjá bresk­um al­menn­ingi í þjóðar­at­kvæði, en ef þú gæt­ir fært lín­una þangað, þá held ég að það gæti tek­ist.“

Hann sagði ekki um að ræða að sett­ur yrði kvóti á fjölda inn­flytj­enda sem kæmu til Bret­lands frá öðrum Evr­ópu­lönd­um en gaf til kynna að hann myndi varpa fram hug­mynd­um sem skiluðu áþekkri niður­stöðu.


mbl.is Verður ekki aftur snúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Tvisvar á 20. öldinni hindruðu Bretar sameiningu Evrópu, sem síðan skyldi lúta vilja valdsmanna í Berlín undir byssukjöftum Reichswehr og Wehrmacht.  Nú ætla þeir enn að koma í veg fyrir sameiningu Evrópu undir forystu Þýzkalands, og þeim mun örugglega takast það, eins og í hin tvö fyrri skiptin.  Evrópa mun skiptast í fylkingar.  Hvar viljum við Íslendingar skipa okkur ?

Bjarni Jónsson, 15.11.2014 kl. 21:42

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski segir það meiri sögu en flest annað þegar utanríkisráðherra Bretlands segir að þau mörk sem kollegi hans í Þýskalandi setur, ráði. Þar er hann í raun að segja að ESB sé ekki stjórnað frá Brussel, heldur Berlín. Hann er líka að segja að lýðræði sé óþekkt fyrirbæi innan ESB.

Ef þjóðir innan sambandsins velji lýðræði, þá sé það undir ráðherrum Þýskalands komið hvort sú ákvörðun sem þjóð innan ESB tekur, samrýmist áframhaldandi veru í sambandinu.

Nokkuð afdráttarlaus viðurkenning.

Gunnar Heiðarsson, 16.11.2014 kl. 08:30

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Nýlega fékk Þýzkaland enn meira atkvæðavægi innan Evrópusambandsins, þ.e. meira í átt að hlutfallslegri íbúatölu sinni. Þjóðverjar hafa nú töglin og hagldirnar, þegar ráðum er ráðið innan framkvæmdastjórnar og leiðtogaráðs. Orð Hammonds, sem GH vitnar til hér að ofan, undirstrika þetta.  Með þessu er engan veginn sagt, að yfirburðastaða Þýzkalands í Evrópu sé slæm fyrir Ísland.  Þvert á móti hafa Þjóðverjar oftast verið Íslendingum hliðhollir á marga lund.

Bjarni Jónsson, 16.11.2014 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 144
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 1079
  • Frá upphafi: 1117678

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 952
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 130

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband