Leita í fréttum mbl.is

Kathrine Kleveland nýr formaður Nei til EU í Noregi

DSC_0588Á ársfundi norsku samtakanna Nei til EU sem berjast gegn aðild Noregs að ESB var Kathrine Kleveland kjörin nýr formaður samtakanna. Kathrine tók við af Heming Olaussen sem verið hafði formaður samtakanna síðastliðin 10 ár.

Kathrine Klveland hefur lengi verið virk í þjóðarhreyfingunni í Noregi gegn aðild að ESB. Hún hefur gegnt stöðu formanns í kvennasamtökum norskra bænda og er félagi í norska Miðflokknum.

Á myndinni má sjá Heming Olaussen, fráfarandi formann, og Kathrine Kleveland, nýkjörinn formann Nei til EU í Noregi þegar kjörinu hafði verið lýst um helgina.

Kathrine Kleveland hefur meðal annars vakið athygli fyrir þá skoðun sína að Norðmenn eigi að segja upp EES-samningnum. Hún segir það mjög undarlega stöðu að á meðan meira en 70% af Norðmönnum vilji ekki að Noregur gerist aðili að ESB hafi sambandið samt aldrei haft meiri áhrif í Noregi í gegnum EES-samninginn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 102
  • Sl. sólarhring: 229
  • Sl. viku: 2347
  • Frá upphafi: 1112132

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 2098
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband