Leita í fréttum mbl.is

Frosti kælir EES-vitleysuna

FrostiÞar kom að því að einhver spyrnir við fótum gegn óþörfum EES-reglum sem kosta okkur ómælda fjármuni. Fólk hér á landi hefur verið látið borga milljarða króna á milljarða ofan fyrir algjöran óþarfa - aðeins vegna þess að það hentar tilteknum hlutum Evrópu. Morgunblaðið fjallaði um þetta mál um helgina og greinir svo frá í dag:

 

Þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins vill að gildis­töku ákvæðis um íblönd­un líf­dísels í eldsneyti hér á landi á grund­velli til­skip­un­ar frá Evr­ópu­sam­band­inu verði frestað til árs­ins 2020 eins og svig­rúm sé til að gera sam­kvæmt henni.

Frosti Sig­urðsson vakti at­hygli á því á Alþingi í dag að þegar hefðu tap­ast hundruð millj­óna króna í er­lend­um gjald­eyri úr landi vegna ákvæðis til­skip­un­ar­inn­ar. Með frest­un gildis­töku ákvæðis­ins mætti spara 5 millj­arða króna sem ann­ars rynnu til er­lendra olíu­fé­laga. Benti hann á að hlut­fall end­ur­nýj­an­legr­ar orku væri miklu hærra hér á landi en inn­an Evr­ópu­sam­bandið og að sam­bandið tæki ekk­ert til­lit til þess. Liechten­stein hefði frestað gildis­töku ákvæðis­ins og Ísland ætti að geta það sama. Þá færi bet­ur á því að akr­ar sem færu í það er­lend­is að vinna líf­dísel væru notaðir til þess að fram­leiða mat­væli.

Will­um Þór Þórs­son, sam­flokksmaður Frosta, tók und­ir með hon­um. Til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins væri liður í því mark­miði að auka vægi end­ur­nýj­an­legr­ar orku en Ísland væri langt yfir þeim mark­miðum sam­bands­ins. Upp­haf­lega hafi verið gert ráð fyr­ir að inn­lend­ir aðilar gætu annað þörf Íslands fyr­ir líf­dísel og sú hefði ekki orðið raun­in. Fyr­ir vikið flæddi gjald­eyr­ir úr landi til er­lendra söluaðila.


mbl.is Vill fresta gildistökunni til 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 57
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 2169
  • Frá upphafi: 1112211

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1947
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband