Leita í fréttum mbl.is

Evran óvinsæl á meðal íbúa Evrópusambandsins

c_euroHátt í helmingur íbúa þeirra aðildarríkja Evrópusambandsins sem nota evru sem gjaldmiðil vill taka aftur upp gömlu gjaldmiðla landanna samkvæmt skoðanakönnun sem breska stofnunin Open Europe lét gera. Greint var frá þessu í morgunfréttum Ríkisútvarpsins. 49% af íbúum evruríkjanna þrettán vilja að fyrri gjaldmiðlar verði aftur teknir upp, 47% vilja halda evrunni. Aðeins er meirihluti fyrir því að halda í evruna í sex af evruríkjunum þrettán.

Í Evrópusambandsríkjunum fjórtán sem ekki tilheyra evru-svæðinu er mikil andstaða við evruna. Í ellefu þeirra sagðist mikill meirihluti aðspurðra ætla að greiða atkvæði gegn því að evran verði tekin upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það voru nú miklar hrakspár um evruna í byrjun. Er þetta ekki allt á réttri leið, að um helmingur sé ánægðari með evruna en gamla landgjaldmiðilinn? Það má alveg eins túlka málið þannig. Var ekki verið að segja í fréttum að fjármálastofnanir í ýmsum löndum hefðu tekið höndum saman um að auka og auðvelda viðskipti með evrur.

Heimssýn verður að fara að eiga glaðan dag, það eru hátíðahöld um Evrópu alla, þessa dagana. Morgunblaðið, meira að segja, náði að mæra Evrópusambandið í löngu máli í leiðara vegna afmælisins, þó skotið væri inn að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í sambandið að sinni.

Að sjá kost og löst á samvinnu í Evrópu er heimssýn sem einkennist af víðsýni. Ekki síður að leggja málinu góðan hug og óskir, að samstarf þjóða og mannlíf allt eflist til framtíðar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.3.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta flokkast nú ekki undir byrjunarerfiðleika lengur. Evran hefur einfaldlega ekki slegið í gegn, og það er ekki Heimssýn að kenna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.3.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Studdi Alþýðubandalagið á sínum tíma, reyndi að lesa Þjóðviljann til að fá línuna. Einn dag áttaði ég mig á að fyrirsagnirnar voru yfirleitt sterkar neikvæðar alhæfingar. Rankaði við mér og sá að ég var bara alls ekki í hópi þeirra reiðu manna sem að virtist vera markhópur blaðsins.

Finnst upplifunin vera í svipuðum anda hér á síðu Heimssýnar. Það er bara tómt svartnætti. Ratarinn er úti í leit að og tilraunum til að skilgreina vandamál, miklu frekar en að benda okkur á góðar lausnir. Það er ekki viðurkennt að góðir hlutir séu að gerast í samvinnu Evrópuríkja. Þetta endar með einhverju allsherjar viðnámi gagnvart möguleikum framtíðar. Samanber glefsur úr fyrirsögnum á síðustu færslum;

...evran óvinsæl...  ...hafi ekki aukið...  ...neikvæður gegnvart...  ...eru óásættanlegar...  ...óraunhæfar...  ...miðstýring... ...andstaða í Noregi...  ...bannað að kalla... ...ekki á dagskrá...

Fannst vanta eitthvað upp á að skrifin hér væru  bjartsýn og víðsýn, en óska þess að allt félagsstarf hafi það markmið að bæta samfélög og mannlíf.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.3.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 690
  • Frá upphafi: 1116902

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 608
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband