Leita í fréttum mbl.is

Margrét Tryggvadóttir: ESB-umsóknin átti bara ađ vera könnunarviđrćđur

margrettryggvaasthildurcecilthordarÁsthildur Cesil Ţórđardóttir bloggari fjallar um bók Margrétar Tryggvadóttur, Útistöđur, sem kom út á síđasta ári. Bókin er greinilega fróđleg lesning um sýn nýs ţingmanns á störf Alţingis og í stjórnmálaflokkunum. Margrét fjallar ţar međal annars um Evrópusambandsumsóknina sem hún segir ađ margir hafi skiliđ sem saklausar könnunarviđrćđur án ţess ađ menn vildu eđa ćtluđu sér inn.

Í bloggi sínu segir Ásthildur: „Menn fara mikinn vegna yfirlýsinga forystumanna stjórnarflokkanna um ađ afturkalla ESB umsóknina. Hótanir um ađ standa vaktina niđur á Austurvelli og jafnvel safna undirskriftum. Ég spyr bara hvar var ţetta fólk ţegar ákveđiđ var ađ sćkja um? Ég hef veriđ ađ lesa bókina hennar Margrétar Tryggvadóttur, frábćr bók og afar upplýsandi um alţingi og alţingismenn og starfsandann og RÉTTLĆTIĐ ţar á bć. Ráđlegg fólki ađ kaupa hana og lesa vandlega, ţví svo sannarlega opnar hún glugga inn í dýragarđinn Alţingi." 

Síđan vitnar Ásthildur í skrif Margrétar um umsóknina um ađild ađ ESB:

 

"Evrópusambandsumsóknin. 

Ég skildi ţetta ferli á eftirfarandi hátt og veit um fjöldan allan af fólki sem skildi ţetta á sama hátt fyrir kosningar. Viđ sćkjum um ađild ađ ESB en ţetta eru í raun og veru eins konar könnunarviđrćđur ţar sem viđ fáum ađ sjá hvađ er í bođi en viđ erum samt eiginlega ekki ađ sćkja um ađild ađ ESB heldur kanna hvort kröfum okkar verđi mćtt. Ef okkur líkar illa viđ ţann samning sem okkur verđur bođinn getum viđ alltaf afţakkađ og haldiđ áfram ţar sem frá var horfiđ. Viđ erum sem sagt ađ fara í könnunnarviđrćđur ţví ađ ţađ er ekki víđtćkur meirihluti, hvorki á Alţingi né međal ţjóđarinnar um stuđning viđ ađ ganga í Evrópusambandiđ.“

Svo segir Margrét: „Ţađ fóru hins vegar ađ renna á okkur tvćr grímur ţegar viđ áttuđum okkur á tengslum Icesave- málsins og ESB umsóknarinnar og ţeim mikla hrađa sem átti ađ vera á umsókinni. Ţađ átti sem sagt ađ vera sérstaklega hentugt fyrir okkur ađ sćkja um ţegar Svíar vćru međ forsćti í ESB og ţví var alls ekki hćgt ađ fara í ţjóđaratkvćđagreiđslu um ţađ hvort rétt vćri ađ leggja af stađ í ţennan leiđangur ţví ţađ vćri of tímafrekt. Eftir á ađ hygga held ég ađ ţađ hafi veriđ stórkostleg mistök ađ fá ekki samţykki ţjóđarinnar fyrir ađildarumsókninni, sér í lagi ţar sem annar stjórnarflokkurinn var í raun á móti öllu ţessu brölti.“


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 157
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 2269
  • Frá upphafi: 1112311

Annađ

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 2040
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband