Leita í fréttum mbl.is

Geir: Ranghugmyndir að upptaka evru leysi öll vandamál

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ársfundi Seðlabankans í dag, að sumir virtust halda að upptaka evru í stað íslensku krónunnar myndi leysa öll vandamál, jafnt hjá fyrirtækjum, heimilum sem opinberum aðilum.

„Hér er mikið af ranghugmyndum á ferð. Í fyrsta lagi er ljóst að það er fullkomlega óraunhæft að tala um upptöku evru án aðildar að Evrópusambandinu. Um þetta eru kunnáttumenn sammála og hafa bent á ýmis dæmi þess að ákvarðanir um einhliða upptöku erlends gjaldmiðils sem heimamyntar skorti þann trúverðugleika sem nauðsynlegur er fyrir hagstjórnina.

Spurningin um formlega upptöku evru í stað íslensku krónunnar er því spurning um hvort við viljum ganga í Evrópusambandið. Þeirri spurningu ætti flestum að vera auðvelt að svara eftir útkomu hinnar nýju skýrslu Evrópunefndar," sagði Geir.

Hann sagði að það lægi heldur ekki fyrir, að upptaka evrunnar leysi einhver efnahagsvandamál á Íslandi. Þvert á móti sé ljóst að ný vandamál kæmu í stað þeirra gömlu. Þá hefði nokkuð borið á þeim misskilningi að uppgjör á ársreikningum einhverra fyrirtækja í evrum boði endalok íslensku krónunnar. Því færi fjarri.

„Ég beitti mér fyrir því sem fjármálaráðherra árið 2001 að lögfest var heimild til þess að fyrirtæki gætu leitað eftir því að færa ársreikninga sína í öðrum gjaldmiðli en krónum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Með því var ekki verið að boða endalok krónunnar heldur einungis að koma til móts við eðlilegar og sanngjarnar óskir fyrirtækja um að mæta þeim breyttu aðstæðum sem fylgdu vaxandi viðskiptum þeirra í útlöndum. Íslensk fyrirtæki geta í dag gert sína ársreikninga upp í hvaða mynt sem er uppfylli þau sett skilyrði. Flest sem það gera hafa valið Bandaríkjadollar," sagði Geir.

Hann sagði að málið snérist um að finna hagkvæmasta fyrirkomulag fyrir gjaldmiðil, sem varðveiti efnahagspólitískt sjálfstæði þjóðarinnar og gerir Íslendingum kleift að kljást við hagsveiflur hér á landi.

„Engin betri skipan er á boðstólum í dag en sú að viðhalda íslensku krónunni, hvað sem síðar kann að verða. Seðlabankanum er með verðbólgumarkmiði sínu ætlað að standa vörð um verðgildi hennar. Evran gerir engin kraftaverk fyrir hagstjórnina. Það sem skiptir meginmáli er að hagstjórnin sjálf sé skynsamleg," sagði Geir.


mbl.is Geir: Ranghugmyndir að upptaka evru leysi öll vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

"Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ársfundi Seðlabankans í dag, að sumir virtust halda að upptaka evru í stað íslensku krónunnar myndi leysa öll vandamál, jafnt hjá fyrirtækjum, heimilum sem opinberum aðilum."

Hverjir eru þessir sumir? Ég held að engin haldi þessu fram - ekki nokkur maður heldur að upptaka Evru í stað krónu leysi öll vandamál. Enda er það ekki raunin. Þetta er bara venjulegt froðusnakk forsætisráðherra sem treystir sér ekki í að ræða málin í alvöru. Enda tel ég að atvinnulífið muni kveðja Sjáflsstæðisflokkinn í vor.

Eggert Hjelm Herbertsson, 1.4.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þér ferst nú að saka aðra um að treysta sér ekki til að ræða málin í alvöru. Ég er til hvenær sem þú vilt, eins og þú kannski veist ;)

En ætli ég sé nokkuð að ræða málin að þínu mati fyrst ég vil ekki ganga í Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.4.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 1116246

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 617
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband