Leita í fréttum mbl.is

Götótt KPMG-skýrsla um höftin að mati leiðarahöfundar DV

Leiðarahöfundur DV, Hörður Ægisson, telur skýrslu KPMG um afnám hafta vera æði götótta, svo ekki sé meira sagt.

Gefum leiðarahöfundinum orðið í leiðara í gær (leturbreyting Heimssýnar):

Ljóst er að áætlun stjórnvalda um losun hafta grundvallast á þeirri stað­reynd að peningastefna landsins mun í fyrirsjáanlegri framtíð byggjast á því að krónan verði gjaldmiðill Íslands. Sú stefna er skynsamleg. Enginn annar raunhæfur valkostur er í boði. Ólíkt því sem mátti skilja af nýlegri greiningu KPMG, sem var unnin að beiðni Samtaka atvinnulífsins, Félags atvinnurekenda, ASÍ og Viðskiptaráðs, þá er losun hafta og möguleg innganga í evrópska myntbandalagið tveir aðskildir hlutir. Ísland getur aldrei orðið hluti af ERM II-samstarfinu, formlegu aðlögunarferli að upptöku evru, fyrr en höftin hafa verið afnumin. Þar er engin aðstoð í boði sem nokkru máli skiptir – nema það sé pólitískur vilji fyrir því að „leysa“ greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins með því að taka risalán í evrum til að hleypa út erlendum krónueigendum. Því verður ekki trúað að það sé afstaða forsvarsmanna atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof að við fáum að vera með krónuna í nánustu framtíð....eini gjaldmiðilinn með viti.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 160
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 2272
  • Frá upphafi: 1112314

Annað

  • Innlit í dag: 135
  • Innlit sl. viku: 2043
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband