Leita í fréttum mbl.is

Evruvasapeningar til Íslendinga aðeins brot af áróðurspeningum ESB

eurosÞað kostar ESB umtalsverða fjármuni að réttlæta tilvist sína. Sambandið ver umtalsverðum fjármunum í áróður og upplýsingar sambandinu til framdráttar. Hér á landi hefur ESB verið að verja á stærðargráðunni í kringum milljarð króna ef tekið er mið af framlögum til Evrópustofu og hafður í huga kostnaður við kynnisferðir blaðamanna, stjórnmálamanna og fleiri starfsstétta til Brussel.

Þetta er þó aðeins örlítið brot af heildarframlögum ESB til áróðurs- og kynningarmála. Þegar leitað er á netinu koma ýmsar tölur upp úr krafsinu og það er verðugt athugunarefni að kanna til hlítar hvernig þessi mál standa. 

Í The Telegraph sér maður að ESB ver 1,6 milljörðum króna árlega í sjónvarpsstöð til að kynna málefni ESB.

Annars staðar er því haldið fram að ESB verji sem svarar um 40 milljörðum króna árlega í áróður og er þá ótalinn áróður sem felst í skuldbindingu þeirra sem taka við styrkjum að auglýsa ESB með merki þess og ýmiss konar umfjöllun.

Einn miðillinn segir frá því að ESB verji milljónum punda í að stuðla að reglum til að tryggja áhrif ríkisvalds á fjölmiðlum.

Þá má hér finna vefsíðu sem fjallar um það hvernig ESB notar menntakerfi og fræðasamfélag til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. 

Þessi umræða er af ýmsu tagi. Hér er frétt um það hvernig breska þingið samþykkti að veita fjármunum til stuðnings áróðri fyrir því að halda Bretlandi í ESB. 

Hér er vefsíða um áróðursvélina í Brussel

Hér hefur ekki farið fram rannsókn á öllum þessum síðum eða upplýsingum og ekki tekin ábyrgð á því sem þar er borið á borð. Það er hins vegar ljóst að það fé sem ESB ver til áróðursmála, beint eða óbeint, úr eigin sjóðum eða með framlagi úr ríkissjóðum eða sveitarsjóðum aðildarlandanna, eða umsóknarlandanna, er ómælt. Þar er stærðargráðan að lágmarki nálægt hundrað milljörðum króna á ári.

Fimmtíu þúsund krónurnar sem ýmsir, þar á meðal væntanlega blaðamenn, hafa fengið í vasann á meðan þeir spókuðu sig um í Brussel, er bara örlítið brot af þessum áróðurspeningum.

En nú vaknar spurningin: Skyldu þessir fjármunir allir hafa verið taldir fram til skatts? Eða er kannski gengið of nærri styrkþegum með því sð spyrja slíkrar spurningar?

Það er hins vegar nokkurt umhugsunarefni að fyrirbæri skuli þurfa að verja hundruðum milljarða króna árlega í áróður til þess að réttlæta tilvist sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 102
  • Sl. sólarhring: 178
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1116874

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 598
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband