Leita í fréttum mbl.is

Ekki verður sótt um aftur meðan þjóðin vill ekki inn, Árni!

arniPÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir að ný ríkisstjórn geti sett umsóknarferlið að ESB af stað aftur. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er þeirrar skoðunar að málið hafi verið sett á byrjunarreit. Allir viti bornir menn hljóta að sjá eftir það sem á undan er gengið að það er engin skynsemi í því að hefja aðildarviðræður að nýju á meðan ekki liggur skýr vilji til þess hjá þjóðinni að gerast aðili að sambandinu. 

Eftir 20 ára víðtækar þjóðfélagslegar umræður á Íslandi þar sem Evrópustofa hefur lagt sitt lóð á vogarskálar upplýstrar umræðu í krafti áróðurs fyrir um milljarð króna er það niðurstaða íslensku þjóðarinnar að hún vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Samt þykist Árni Páll Árnason ætla að halda áfram með umsóknarferlið ef hann kemst til valda. Skortir ekki eitthvað á raunveruleikatengingu hjá krataforingjanum í þessu efni? 

Það gengur ekki lengur í þessum efnum að haga sér eins og krakki sem heimtar að fá að kíkja í pakkann - þótt hann viti í raun að innan í umbúðunum er ókræsilegur biti sem hann ætlar sér að fúlsa við.

Tími óskynsamlegra heimtufrekjustjórnmála af því tagi er liðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef flokkar sem vilja halda viðræðum áfram og klára samninginn komast til valda hlýtur það að vera skýr vilji þjóðarinnar. Að þjóðin vilji það og því sé ekki eftir neinu að bíða með að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Við hljótum að fara eftir úrslitum kosninga frekar en einhverjum skoðanakönnunum, og vonum að næsta stjórn standi við þau loforð sem gefin verða þó núverandi hafi ekki haft bein í nefinu til þess.

Ufsi (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 16:38

2 Smámynd:   Heimssýn

Þetta þarf að fara saman, Ufsi: Vilji þjóðarinnar og vilji stjórnvalda. Nú er það þannig að hvorki stjórnvöld né þjóðin vill fara inn.

Heimssýn, 31.5.2015 kl. 17:15

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvaða fólk stendur Árni fyrir ekki er það öll samfylkingin eða hvað

Valdimar Samúelsson, 31.5.2015 kl. 17:55

4 identicon

Fara saman eins og vilji þjóðarinnar til að kjósa um framhaldið og vilji stjórnvalda til að láta þjóðina ekki hafa neitt að segja um framhaldið. En samkvæmt núverandi stjórnvöldum þá er vilji stjórnvalda vilji þjóðar og óþarfi að athuga það eitthvað frekar.

Spurningin hverjir vilja fara inn verður ekki spurð fyrr en samningar liggja fyrir og sá möguleiki er fyrir hendi. Ykkur er frjálst að ákveða ykkur fyrirfram, en þið eruð ekki þjóðin.

Ufsi (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 18:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það fer vel á því að Samfylkingin geri þetta mál aftur að sínu eina sanna kosningamáli, og svo er að sjá hvaða byr það fær hjá þjóðinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2015 kl. 18:34

6 Smámynd:   Heimssýn

Í Noregi kemur mönnum ekki til hugar að ræða um mögulega umsókn á meðan þjóðin er á móti inngöngu í ESB. Þannig hugsa ráðamenn ESB líka. Þeir hafa ekki trú á umsóknarferli á meðan góður og tryggur meirihluti þjóðar er á móti inngöngu.

Heimssýn, 31.5.2015 kl. 19:09

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

her er ekki talað um vilja þjóðarinnar eða hagsmuni- aðeins vilja .vermóðskukrata sem taka ekki tillit til aðstæðna hverju sinni-- fá þeir mútur ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 31.5.2015 kl. 20:27

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki Evrópustofa ennþá opin?

Hópar fólks boðið í mútu ferðir til Brussel og allt frítt meira að segja ríflegir dagpeningar fyrir búðarferðir greitt af ESB, auðvitað er ESB ferillinn ennþá í fullum gangi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.5.2015 kl. 21:38

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Um leið og ég sá þessa frétt nú fyrir stundu,datt mér í hug að hefði ég séð hana fyrr,hefði ég spurt kappann í hálfleik (Breiðabliks/Stjörnunnar) hvort hann meinti þetta virkilega. Satt að segja finnst mér þetta svo þvergirðingslegt og glórulaust,að mér datt fyrst í hug að enginn ætti að svara þessu. Þetta er nefninlega ekki alvarlegra en þjófavarnarmerki sem fara sjálfkrafa í gang á bílum,trekk í trekk án nokkurrar hættu,sem endar með að maður rífur apparatið úr sambandi. Sambandsástríða með hljóðlausum kæk,verður maður að þola!!    

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2015 kl. 00:03

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það kom fram í ágætri grein Rakelar Sigurgeirsdóttur að ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM ÞAÐ HVORT LANDSMENN VILJA INN Í ESB, VERÐUR AÐ FARA FRAM ÁÐUR EN VIÐRÆÐUR HEFJAST, AÐ ÖÐRUM KOSTI FÁ LANDSMENN EKKI AÐ KJÓSA UM AÐILD (INNLIMUN).

Jóhann Elíasson, 1.6.2015 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 52
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 1077
  • Frá upphafi: 1117337

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 935
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband