Leita í fréttum mbl.is

Af hverju eru Jóhanna og Steingrímur ekki krafin svara?

JogaSteinkiÞað vekur talsverða furðu að forystufólk Evrópusambandsaðildar skuli ekki vera dregið fram núna þegar í ljós er komið að sýn þeirra á stjórnarhætti innan ESB var rammfölsk.

Meira að segja hinn hógværi fréttamaður, Þorbjörn Þórðarson á Stöð 2, visi.is og Bylgjunni, sem gerði sér ferð til Grikklands til að kynna sér málin betur, segir nú að neyðarlögin sem björguðu Íslandi frá frekara falli hefðu aldrei verið samþykkt hefðum við verið í ESB. Þá hefðum við, þ.e. þjóðin, í gegnum íslenska ríkið, þurft að taka á okkur skuldbindingar sem numið hefðu margfaldri landsframleiðslu Íslendinga. Við hefðum verið í enn verri málum en Grikkir. 

Þetta var það sem leiðtogar ESB-landa, næstum allir með tölu og sérstaklega hinna stærri og jafnvel þeir sem standa okkur næst, vildu að Íslendingar gerðu. Þeir vildu að Íslendingar gerðu þetta til að bjarga evrunni! Írar og fleiri þjóðir voru þvingaðir til að gera þetta en byrði þeirra var þó sem betur fer hlutfallslega minni.

Nú standa ýmsir ESB-aðildarsinnar, auk ýmissa sem kallaðir eru Evrópusinnar, upp og segja Evrópuhugsjónina vera illa laskaða. Þorvaldur Gylfason prófessor er einn þeirra. Egill Helgason er annar. Jafnvel Össur muldrar einhver vanþóknunarorð.

En hvers vegna er þetta lið sem ætlaði að koma okkur með hraði inn í ESB og evruna, sem hefði kostað okkur ómælda fjármuni og ennþá meiri skaða, látið ótruflað í ljósi þess harmleiks sem ESB og evran lætur dynja á grísku þjóðinni?

Hvers vegna er þetta fólk ekki spurt út í þá rammföslku mynd af ESB sem það hélt að þjóðinni?

Er Jóhanna heilög?

Er Steingrímur, sem einu sinni ætlaði sér að verða landsstjóri í Grikklandi, líka heilagur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta fólk virðist bara ekki hafa haft hugmynd um hvernig "batteríið", sem það vildi INNLIMA Ísland í virkaði í raun og veru. Og það er borin von að þetta lið svarri nokkurn tíma fyrir gjörðir sínar enda virðast þau vera HEILÖG í augum "vinstri hjarðarinnar" og INNLIMUNARSINNA, sem virðast hafa meiri ítök í stjórnkerfinu ern hollt er.

Jóhann Elíasson, 14.7.2015 kl. 18:31

2 Smámynd:   Heimssýn

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður fær prik fyrir að draga Árna Pál Árnason fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld til að spyrja hann hvort Samfylkingin sé enn þeirrar skoðunar að ESB og evran sé góð hugmynd. Árni Páll varðist á Varmárbökkum en sagði að þó að niðurstaðan í máli Grikklands væri ekki góð og ekki var annað á honum að skilja en að Samfylkingin myndi skoða þessi mál næstu mánuði. Spurningin er því sú hvort Samfylkingin muni sem flokkur láta af nær fyrirvaralausum stuðngingi sínum við aðild að ESB og upptöku evru. Spennandi verður að sjá.

Heimssýn, 14.7.2015 kl. 18:46

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér fannst "árásir" hans á krónuna nokkuð dæmigerðar fyrir málflutning hans undanfarin ár og að maðurinn skyldi halda því fram að réttur smáríkja innan ESB væri tryggður sagði mér það bara að manninum er ekki viðbjargandi og er við sama heygarðshornið og hann hefur verið.  Mér fannst Þorbjörn alls ekki þjarma nóg að honum.

Jóhann Elíasson, 14.7.2015 kl. 19:51

4 Smámynd: Elle_

Nei Jóhanna er ekki heilög og ekki Steingrímur og ekki Össur sem var nú einna verstur en tekst ótrúlega að plata fólk. Við mundum hafa verið pínd til að taka á okkur ICESAVE, værum við þarna. Þau 3 sjálf gerðu í þokkabót allt í þeirra valdi til að koma þessum skaða yfir okkur. Þau lugu (Kúba norðursins etc), þau hótuðu, Össur faldi skýrslur. Það gengur ekki að sleppa þessu liði.

Elle_, 14.7.2015 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 102
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 2347
  • Frá upphafi: 1112132

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 2098
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband