Leita í fréttum mbl.is

Kratahöfðinginn afneitar afkvæminu

jonbaldvinJón Baldvin Hannibalsson er Guðfaðir umsóknarinnar um aðild að ESB. Nú telur hann ESB vera úti í mýri og ekkert mæla með aðild Ísland að ESB. Á sama tíma rífast kanslari Þýskalands og fjármálaráðherra landsins um það hvort ESB eigi að taka við skattlagningarvaldinu af aðildarríkjunm eða ekki. Og Grikklandsmálin eru aðeins leyst til skamms tíma.

Æ fleiri sannfærast um það að ESB getur ekki staðist til lengdar með núverandi skipulagi. Það er einkum vegna evrunnar sem krafan hjá ýmsum forkólfum ESB gerist æ hávarari um að miðstýring verði aukin og að stofnuð verði sérstök "ríkisstjórn" og "ríkissjóður" fyrir evrulöndin sem  hafi þar með skattlagningarvald yfir aðildarríkjunum.

ESB verði því tvískipt. 

Ljóst er að við núverandi aðstæður munu Bretar, Danir og Svíar ekki vera með í innri kjarna ESB-landa, verði sú þróun að veruleika.

Stórþjóðir eins og Pólland fýsir heldur ekki þangað inn.

Finnar verða nú fyrir barðinu af ókostum evrunnar. Þeir yrðu varla tilbúnir til þess að borga skatta sem aðallega yrðu notaðir til að fjármagna neyslu annarra ESB-þjóða.

Evran átti að verða tækið til að sameina ESB-þjóðirnar. Nú er það hún sem sundrar þeim.

Ekki nóg með það. Kreppur vara að jafnaði í örfá ár.

Kreppa evrunnar hefur staðið yfir í meira en sjö ár. Og það sér ekkert fyrir endann á henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 176
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 1116777

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband