Leita í fréttum mbl.is

Sendiherra dásamar embættismannastjórn og lýðræðishalla

EinarBenÝmsir hafa í gegnum tíðina spáð eða séð fyrir sér í hillingum að sérfræðingar og embættismenn tækju við af lýðræðislega kjörnum fulltrúum til að ákveða sem flest er varðar líf og afkomu fólks. Fyrrverandi sendiherra, Einar Benediktsson, dásamar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag áhrif og stjórn sérfræðinga og embættismanna í ESB á undanförnum áratugum. 

Einar segir: 

Séu staðfestingar þjóðþinga í reynd mikið til málamynda, má segja að aðalhlutverki gegni ekki þjóðþing eða ríkisstjórnir heldur embættismenn og sérfræðingar, á vegum framkvæmdastjórnarinnar og úr ráðuneytum, ríkisstofnunum og hagssamtökum sem reka öfluga starfsemi í Brussel. Með þeim hætti hefur orðið víðtæk sameiginleg framkvæmd í fjölda málaflokka, svo sem varðandi umhverfismál, hollustuhætti í matvælaframleiðslu, heilsugæslu, umferðarmál o.fl. o.fl. Þótt segja megi að þetta sé sérkennileg útgáfa af þingbundnu lýðræði, er sannleikurinn hinsvegar sá að færustu sérfræðingar Evrópu hafa verið að verki. (Letubr. Heimssýn.)

Það er ekki hægt að skilja orð sendiherrans fyrrverandi öðruvísi en svo að hann telji heppilegt að sérfræðingar og embættismenn hafi talsverð áhrif á kostnað kjörinna fulltrúa og að hinir síðarnefndu séu jafnvel til óþurftar. 

Sjálfsagt var það til óþurftar þegar lýðræðið tók völdin af embættis- og sérfræðingaelítunni og hafnaði Icesave-samningi oftar en einu sinni.

Annars er það athyglisvert að þessi aldni ESB-aðildarsinni er fremur ráðvilltur þegar kemur að stöðu evrusvæðisins. Hann er ekkert viss um að það muni lifa af í núverandi mynd. Aðalatriðið í hans huga er ESB lifi áfram og dafni og að embættismannaelítan þar fái sem mest völd.

Einar Ben vill aukið embættismannavald. Flestir lýsa auknu embættismanna- og sérfræðingaveldi ESB þó sem óæskilegum lýðræðishalla sem sé einn helsti ágalli sambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

er það?

Eyjólfur Jónsson, 7.8.2015 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 199
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 2311
  • Frá upphafi: 1112353

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 2078
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband