Leita í fréttum mbl.is

Skattlagningarvaldið til Brussel til að leysa flóttamannavandann?

Franski efnahagsmálaráðherrann, Emmanuel Macron, vill aukna miðstýringu og aukin skattlagningarvöld til Brussel til þess að hægt verði að skattleggja íbúa í Evrópu og leysa á miðstýrðan hátt flóttamannavandann sem nú blasir við. Þarna glittir í margrómaða koníaksmeðferð Frakka. Á sama tíma bjóða þúsundir Íslendinga flóttamönnum aðstoð sína.

Ráðherrann vill jafnframt stofna valdamikið embætti sérstaks evru-framkvæmdastjóra.

Ólíklegt er að Hollande, forseti Frakklands, taki undir allar hugmyndir þessa róttæka ráðherra, hvað þá að Þjóðverjar komi til með að samþykkja þær.

Sjá umfjöllun um þetta hjá EUObserver hér

Það er greinilegt að það er þung undiralda hjá frönskum bírókrötum að beita koníaksaðferðinni margrómuðu.

Frakkar nota hvert vandamál sem upp kemur innan ESB sem tækifæri til þess að auka miðstýringu innan Evrópusambandsins.

Sjá einnig um koníaksaðferðina hér - sumir kalla hana reyndar ostaskeraaðferðina.

Það er hins vegar umhugsunarefni að þegar booða á til neyðarfundar, sem sumir kalla skyndifund, í ESB skuli það taka tvær til þrjár vikur að boða saman nokkrar ráðherrahræður - eða álíka langan tíma og það tók Íslendinga að skipuleggja risastóran stórveldafund í Höfða hér um árið. Það hreyfir sig vissulega hægt, skrifræðið í Brussel. Flóttamannavandinn hefur blasað við með vaxandi þunga síðustu tvö árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þess verður síðan ekki langt að bíða að Frakkar noti þessa skatta til að leysa lífeyrisvanda sem þeir eiga við að glíma.

Engin krísa verður látin ónotuð til að færa fullveldi ríkja ESB til Brussel.

Eggert Sigurbergsson, 31.8.2015 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 177
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 1116781

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband