Leita í fréttum mbl.is

Lilja Rafney, þingmaður VG, telur EES ganga of langt og ógna lýðheilsu

LiljaRafneyLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að það verði að standa vörð um lýðheilsu almennings og verjast ágangi EFTA-dómstóls sem vill dreifa um landið hráu, ófrosnu, hormónafylltu og sýklamarineruðu kjöti frá EES-löndunum.

Fólk veltir fyrir sér EES-samningnum í þessu samhengi. Þess vegna er fróðlegt að skoða færslu Gunnars Heiðarssonar í bloggi hans sem er svohljóðandi:

„Á öndverðum tíunda áratug síðustu aldar gerðist Ísland aðili að EES samningnum. Mjög skiptar skoðanir voru meðal landsmanna um þessa för og í skoðanakönnunum voru andstæðingar samningsins alltaf með töluverða yfirhönd yfir þeim sem samninginn vildu. Þá lá fyrir að yfir 75% þjóðarinnar vildi fá að kjósa um samninginn. Þrátt fyrir þetta tók Alþingi einhliða ákvörðun um að fullnusta þennan samning.

....

Það er vissulega kominn tími til að endurskoða EES samninginn og koma honum í það horf sem hann var upphaflega. Ef ekki er vilji innan framkvæmdastjórnar til slíkrar endurskoðunar ættum við Íslendingar alvarlega að endurskoða aðild okkar að þessum samning og skoða hvort EFTA geti ekki dugað okkur, svona eins og Svisslendingum.“

 

 


mbl.is EES framar íslenskum lögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg lít á þessa heilsteyptu áminningu Lilju Rafneyjar,sem fyrstu vísbendingu um heilbrigða mettun eftir ESb,sýkinguna sem hefur herjað á þjóðarlíkamann allt frá 23.júlí 2009. Þökk sé henni. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2016 kl. 00:03

2 identicon

VG gékk lengra á vordögum 2008.

Þáverandi varaformaður VG samkvæmt wikileaks-skjölum gaspraði því út úr sér við starfsmann erlends sendiráðs að VG hallaði sér meira að EU ...

2009 útilokaði formaður VG að aðildarviðræður um inngöngu í ESB myndu eiga sér stað.

Allir vita framhaldið  og flokksmenn VG ættu að kannast við sannleikann.

En samt kjósa þeir með áfram að ljúga að þjóðinni ...

Heiðar (IP-tala skráð) 6.2.2016 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 99
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 678
  • Frá upphafi: 1116871

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 595
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband