Leita í fréttum mbl.is

Hvað sögðu hinir frambjóðendurnir um ESB?

Á fimmtudagskvöldið ræddi hluti framboða um alþjóðamál í kosningaþætti sjónvarpsins (hluti hafði gert það áður). 

Inga Sæland í Flokki fólksins sagði að það væri auðvelt fyrir okkur að ferðast og að eiga samskipti við fólk í öðrum löndum en að við ættum að skoða núna hvað við vildum gera við okkar eigin landamæri. Flokkur fólksins væri ekki hlynntur því að sækja um aðild að ESB. Þeirri vegferð væri lokið og að það væri ekki hægt að taka upp þann þráð.

Lilja Alfreðsdóttir, fulltrú Framsóknarflokks og utanríkisráðherra, sagði að umsóknarferlið væri ekki í gangi, staða Íslands væri góð, samskipti við viðskiptalönd væru góð, m.a. í gegnum EES-samninginn og að grunnþættir í utanríkismálum Íslands væru samstarf í Nató, meðal þjóða á norðurslóðum, varnarsamningur við Bandaríkin og samstarf við Norðurlönd. Það þyrfti hins vegar að endurskoða Schengen-samninginn og meta árangurinn af EES-samningnum. Ljóst væri að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB; það kæmi fram í öllum skjölum ESB. Mikil óvissa væri í ESB. Bretland væri að segja skilið við sambandið. Skuldafargan væri gífurlegt vandamál í ESB og auk þess mikið atvinnuleysi sem væri um 50% hjá ungu fólki í nokkrum löndum.

G. Valdimar Valdimarsson hjá Bjartri framtíð sagði að það væri allt á siglingu í heimsmálunum og að mál væru ekki leyst af þjóðríkjum heldur alþjóðastofnunum og að Íslandi myndi farnast vel innan ESB. Umsóknin um aðild væri gild og að þjóðin yrði spurð um áframhaldandi viðræður á næsta kjörtímabili.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson frá Dögun sagði að við Íslendingar værum lítil þjóð í alþjóðlegu samhengi en við gætum samt haft áhrif. ESB væru stöðugt að breytast en hann og flokkurinn hefðu í raun ekki skoðun á málinu.

Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi VG, sagði í stuttu máli að Vinstri græn væru á móti aðild að ESB. Hitt væri svo annað mál, að ef fram kæmi ósk um að taka upp viðræður við ESB og halda áfram með umsóknarferlið þá væru Vinstri græn til í að skoða það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli Ari Trausti hafi verið að tala fyrir sjálfan sig þarna því ekki hefur það komið fram, hvorki í orðum eða athöfnum VG, að flokkurinn sé andvígur aðild að ESB nema síður sé.....

Jóhann Elíasson, 23.10.2016 kl. 15:18

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hygg formanninn hafa mentalítetið til að vilja fara þarna inn í þetta ofurveldisbandalag, en sjálfan Yfir-Refinn aðeins og ævinlega vilja gera það sem gefur honum ráðherrastól og þeim mun fyrirferðarmeiri sem áratugum hans á þingi fjölgar.

Jón Valur Jensson, 23.10.2016 kl. 19:58

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ekki var ekki laust við að fulltrúi Flokks Fólksins segði ESB setninguna með nokkurri eftirsjá.

 Það var vissulega rétt hjá utanríkisráðherra að umsóknarferlið væri ekki í gangi, en honum  láðist að geta þess að vegna klaufaskapar forvera síns sem og roluskapar beggja formanna ríkistjórnar flokkana að þá liggur umsóknin en inni tilbúin til notkunar.

Það er alveg einstakt gáfumannaliðið í Bjartri framtíð.

Það er skrítin flokkur sem hefur ekki skoðun á Evrópusambandinu.

Fulltrúi VG sagði að Vinstri Græn væru á móti aðild að ESB, en tók þá fullyrðingu að megin efni til baka í næstu setningu.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2016 kl. 08:23

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, gæfuleysið fellur þeim að síðum, þessu svikaliði.

Jón Valur Jensson, 24.10.2016 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 66
  • Sl. sólarhring: 210
  • Sl. viku: 645
  • Frá upphafi: 1116838

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband