Leita í fréttum mbl.is

Grikkir mótmæla álögum ESB

grikklandÞúsundir grískra launþega tóku í dag þátt í mótmælum gegn kjaraskerðingum, sem þing landsins afgreiðir á sunnudaginn kemur að kröfu lánardrottna landsins, sem eru fyrst og fremst ESB og ýmsar stofnanir þess og aðildarríki. Að sögn lögreglunnar mótmæltu fimmtán þúsund manns í höfuðborginni Aþenu og fimm þúsund í Þessalóníku.

Opinberir starfsmenn, starfsfólk í bönkum og fleiri starfstéttir eru í verkfalli í einn sólarhring til að mótmæla því að laun verða lækkuð og skattar hækkaðir að kröfu lánardrottna gríska ríksins. Áætlað er að með hækkuðum sköttum aukist tekjur ríkissjóðs um einn milljarð evra eða svo. Hækka á skatta af bílum, eldsneyti, tóbaki, kaffi og bjór svo nokkuð sé nefnt. Áformað er að lækka laun, eftirlaun og greiðslur til bótaþega um 5,7 milljarða evra.

Stéttarfélög í Grikklandi hafa einnig mótmælt því að til standi að auka tekjur ríkissjóðs um tvær milljónir evra með því að selja ríkisfyrirtæki, þar á meðal flugvelli á landsbyggðinni.

Þetta hafa Grikkir upp úr því að gerast aðilar ESB og evrusvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 111
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 2356
  • Frá upphafi: 1112141

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 2106
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband