Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Ben: Krónan er framtíðargjaldmiðill Íslendinga

BjarniBjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ársfundi Seðlabankans í síðustu viku að í vinnu þriggja manna verkefnisstjórnar sem á að endurmeta forsendur peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands sé gengið út frá því að krónan verði í næstu framtíð gjaldmiðill Íslendinga.

Enn fremur sagði Bjarni í ræðunni:

Krónan hefur því leikið stórt hlutverk í þjóðarbúskapnum. Styrkur hennar hefur átt stóran þátt í að skapa stöðugt verðlag í þrjú ár og betri kaupmátt almennings en dæmi eru um. Kaupmáttur Íslendinga hvort sem er í innlendri eða erlendri mynt hefur ekki áður verið meiri. Þegar meðallaun Íslendinga eru flutt yfir í evrur og borin saman við nálægar þjóðar á þeim grundvelli sést sterk staða Íslands glöggt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ef hann væri æviráðinn einræðisherra þá væru þau ummæli marktæk.

Krónan hefur leikið stórt hlutverk í þjóðarbúskapnum. Veikleiki hennar hefur átt stóran þátt í að skapa óstöðugt verðlag og verri lífskjör í yfir 130 ár og betri kaupmáttur almennings einhverja mánuði breytir engu þar um.

Jós.T. (IP-tala skráð) 3.4.2017 kl. 12:47

2 Smámynd:   Heimssýn

Þú ert ekki með ártölin rétt, Jós.T. Það er ágætt að hafa söguna á hreinu. Frá því að Íslendingar hófu að skrá verðgildi eigin gjaldmiðils tiltölulega snemma á síðustu öld hafa lífskjör á Íslandi færst úr því að vera ein hin lökustu í Evrópu yfir í það að vera með þeim bestu síðustu áratugi.

Heimssýn, 3.4.2017 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 76
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 1116848

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 574
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband