Leita í fréttum mbl.is

ESB yfirgefur Evrópu

Það er ESB sem er að yfirgefa Bretland og í raun alla Evrópu þar með. Það er ESB sem hefur komið efnahagsmálum nokkurra ríkja í óbærilega stöðu. Það er ESB sem hefur kaffært aðildarþjóðir með tilskipunum. Það er ESB sem hefur skert frelsi einstaklinganna.

Í þessari frétt mbl.is kemur fram að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB,seg­i út­göngu Breta úr ESB (Brex­it) vera harm­leik sem að hluta megi rekja til fortíðar­vanda sam­bands­ins. 

Ennfremur segir mbl.is:

Þetta kom fram í ræðu Juncker í Flórens í morg­un en hann var­ar við því að framund­an séu erfiðar samn­ingaviðræður við Breta. Hann virðist hins veg­ar vera sátt­fús­ari en áður. 

„Vin­ir okk­ar í Bretlandi hafa ákveðið að yf­ir­gefa okk­ar, sem er harm­leik­ur,“ sagði Juncker á ráðstefnu í Flórens á Ítal­íu. 

Hann seg­ir að það megi ekki van­meta mik­il­vægi þess­ar­ar ákvörðunar sem breska þjóðin hafi tekið. Þetta sé ekk­ert smá­ræði og ræða verði við Breta með sann­girni að leiðarljósi. 

„En ég vil einnig ít­rekað það að ákvörðunin er al­farið Breta, ESB er ekki að yf­ir­gefa Bret­land. Þessu er öf­ugt farið. Þeir eru að yf­ir­gefa ESB,“ sagði Juncker í ræðu sinni og bætti við að grund­vall­armun­ur sé þar á. 

Juncker virðist sam­mála Bret­um um ým­is­legt varðandi ESB því hann talaði um veik­leika sam­bands­ins sem skýri að hluta ákvörðun bresku þjóðar­inn­ar í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Evr­ópu­sam­bandið hafi stund­um farið offari, jafn­vel fram­kvæmda­stjórn­in: „Of marg­ar regl­ur, of mik­il inn­grip inn í dag­legt líf borg­ara okk­ar,“ sagði Juncker.

Juncker seg­ir að fram­kvæmda­stjórn­in hafi reynt að draga úr reglu­verk­inu og til að mynda séu reglu­gerðahug­mund­irn­ar nú 23 á ári í stað 130 áður. Eins væri lögð áhersla á að auka viðskipti, hag­vöxt og fjölga störf­um.

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, hef­ur boðað heim­sókn sína til Brus­sel 25. maí og þar mun hann funda með Juncker og for­seta leiðtogaráðs ESB, Don­ald Tusk. Trump mun jafn­framt taka þátt í ráðstefnu NATO í borg­inni þenn­an sama dag.

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur verið harðorð í garð ESB und­an­farna daga og sak­ar sam­bandið um að blanda sér inn í kosn­inga­bar­átt­una í Bretlandi. 


mbl.is Segir Brexit vera harmleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyllibyttan juncker hefur ekki getað troðið því inn í sinn þykka haus að það er ESB, sem er harmleikurinn í þessu máli. ESB er sjúkdómurinn og Brexit er lækningin hvað Bretland varðar. Þegar föðurlandsvinurinn Marine Le Pen er orðin forseti (vonandi) og hefur sett Frexit í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá getur Jucker pakkað saman og flutt á öskuhaugana þar sem hann á heima, því að Brexit + Frexit = Endalok ESB. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.5.2017 kl. 20:42

2 identicon

Pétur D.

Ég er sammála þér alfarið. Ég hef alltaf verið á móti ESB og finnst að Nigel Farage er underbara politiker till að eiga svona mikið tima í að koma Bretlandi út frá þessi.

Ég er líka að vona að Marine LePen verða forseti Frakklandi.

Víð sjáum til á morgun.

Merry (IP-tala skráð) 5.5.2017 kl. 22:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á Sunnudaginn ræðst það,já ég vona líka að Marine beri sigurorð af Macron.

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2017 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 102
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1116874

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 598
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband