Leita í fréttum mbl.is

Reynt að komast hjá þjóðaratkvæði um stjórnarskrána

Fróðlegt er að lesa um undirbúning leiðtogafundar ESB-ríkjanna, sem hefst í dag í Brussel. Í einhverju blaðanna sá ég, að Þjóðverjar séu að búa sig undir, að ekki takist að ná samkomulagi um breytingar á stjórnskipan ESB eða bjarga leifunum af stjórnarskrársáttmálanum, sem Frakkar og Hollendingar felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, segist ætla að halda þannig á málum, að ekki þurfi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðuna. Tony Blair talar á sama veg fyrir sína hönd. Ef ríkisstjórnir Danmerkur og Bretlands komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu, verður hún líklega ekki neins staðar innan ESB. Svo virðist sem ráðamenn í ESB-ríkjunum óttist ekkert meira en að þurfa að leggja málefni tengd ESB undir kjósendur sína. Í Finnlandi sýna kannanir meira að segja, að meirihluti manna er orðinn andvígur ESB. Finnska þingið samþykkti hins vegar stjórnarskrársáttmála ESB á sínum tíma.

Tekið af heimasíðu Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 1116246

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 617
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband