Leita í fréttum mbl.is

Órofa hluti af Evrópusambandinu

Í blaðinu í gær föstudag birtist grein eftir Eirík Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðing og einn ötulasta talsmann Evrópusambandssinna á Íslandi, þar sem hann gagnrýndi það sjónarmið að hægt sé að taka upp evru án þess að ganga fyrst í Evrópusambandið. Tilefnið var ráðstefna um gjaldmiðla og alþjóðavæðingu sem fram fór sl. fimmtudag á vegum Rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE).

Það vakti nokkra athygli að í grein sinni talar Eiríkur um að Ísland sé nú "órofa hluti af hinu evrópska hagkerfi" og á þá væntanlega við aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) þó full langt sé gengið að tala um eitt hagkerfi í því sambandi. Ekki er annars hægt að skilja orð Eiríks öðruvísi en svo að hann telji að fyrst Íslendingar séu einu sinni orðnir aðilar að EES-samningnum sé ekki aftur snúið í þeim efnum. Nokkuð sem raunar er ekki rétt, enda gert ráð fyrir því í samningnum að hægt sé að segja honum upp.

Hitt er svo annað mál að ef farið væri að ráðum Eiríks og skoðanabræðra hans og Ísland gengi í Evrópusambandið er ljóst að ekki væri aftur snúið enda er einfaldlega ekki gert ráð fyrir því af hálfu sambandsins að ríki sem einu sinni eru komin þar inn geti gengið úr því aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er löngu búið að staðfesta að eina leiðin til þess að fá Evruna sé að ganga í Evrópusambandið. Evrópusambandið er þriðja skrefið af fjórum í að gera Evrópu að heimsveldi, Evran er notuð til þess að gera þetta bandalag freistandi.

Finnst leiðinlegt að fjölmiðlar mála þetta upp eins og það sé bara val á milli evrunar eða krónunar. Ef það verða þrír gjaldmiðlar þá getum við alveg eins sótt um hina tvo. Það er hægt að taka upp dollarann án þess að ganga í Bandaríkin og því miklu skárri kostur heldur en að selja okkur til Evrópu-veldisins eins og ódýrar hórur.

Geiri (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Grænland sem slíkt gekk aldrei í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, heldur fylgdi það með Danmörku. Þegar landið fékk aukna sjálfstjórn var fallist á það sjónarmið að Grænlendingar hefðu aldrei verið spurðir að því hvort þeir vildu ganga í bandalagið. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin og aðild afþökkuð. Grænlendingar fengu þannig einungis leiðréttingu á sínum málum. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætum við aldrei farið fram á úrsögn vegna þess að við hefðum ekki ákveðið það sjálfir eins og Grænlendingar gerðu.

Staðreyndin er að það eru engar reglur til um það hvernig ríki gangi úr Evrópusambandinu enda, eins og segir í færslunni, ekki gert ráð fyrir að það gerist. Sjá í því sambandi t.d. þetta.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.8.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ertu að tala fyrir því að við ættum að slíta okkur einhliða út úr Evrópusambandinu, tækjum við upp á því einhvern tímann að ganga í það, í óþökk sambandsins og aðildarríkja þess? Heldurðu virkilega að það myndi þjóna hagsmunum okkar og skapa okkur miklar vinsældir hjá þessum aðilum? Aðilum sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli, einkum frá viðskiptalegu sjónarmiði, að halda góðum samskiptum við?

Staðreyndin er einfaldlega sú, eins og áður segir, að það er ekki gert ráð fyrir því að ríki, sem einu sinni er gengið í Evrópusambandið, gangi þaðan út aftur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.8.2007 kl. 11:41

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég er ekki tilbúinn að fórna sjálfstæði Íslands til þess að uppfylla einhverja annarlega stórveldisdrauma um stór evrópskt ríki. Stór Evrópu hefur verið á dagskrá hjá flestum helstu stríðsherrum álfunar ss. hjá Napóleon og Hitler. Ekki amalegur félagsskapur með þeim.

Fannar frá Rifi, 26.8.2007 kl. 20:20

5 identicon

Ég væri ekki hissa á því ef þjóð sem gerði tilraun til að segja sig úr Evrópusambandinu, í þeirra vanþökk, þyrfti að glíma við efnahagsþvinganir og jafnvel hernaðarlega valdbeitingu af hendi sambandsins.

Þegar Evrópuherinn hefur tekið yfir alla heri Evrópusambandslandanna hafa aðildarríkin kannski enga getu til að segja sig úr því.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 934
  • Frá upphafi: 1117706

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 833
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband