Leita í fréttum mbl.is

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB fær falleinkunn í nýrri skýrslu

Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins (ESB) fær falleinkunn í nýrri skýrslu sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins. Fram kemur í skýrslunni að stefnan hafi leitt til feykilegs ofveiðivanda og gert það að verkum að sjávarútvegur í aðildarríkjum ESB er einn sá óarðbærasti í heimi.

Skýrslan var unnin fyrir framkvæmdastjórnina af óháðum sérfræðingum frá Evrópu og Bandaríkjunum og ekki stóð til að efni hennar yrði gert opinbert. Hinsvegar hefur breska blaðið Financial Times skýrsluna undir höndum og sagði það frá efni hennar í gær [26. september sl.]. Í henni kemur fram að áhrif of mikillar veiðigetu, miðstýringarvaldsins í Brussel og sérhagsmunahópa hafi leitt til þess að fjölmargir fiskveiðistofnar eru að hruni komnir. Alvarleiki ástandsins endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir á miðvikudag að hún hygðist lögsækja sjö aðildarríki sambandsins fyrir að hafa veitt umfram útgefinn kvóta á túnfiski í Miðjarðahafinu og í austanverðu Atlantshafi í ár. Framkvæmdastjórnin bannaði túnfiskveiðar á dögunum vegna þessa og fram kemur í frétt Financial Times að líklegt er að Alþjóðatúnfiskveiðiráðið, sem gefur út kvóta á bláugga, muni refsa sambandinu með kvótaskerðingu þegar það kemur saman til fundar í nóvember.

Hvorki árangur í verndun né rekstri
Í skýrslunni segir að 80% af fiskistofnum innan lögsögu sambandsins séu ofveiddir samanborið við heimsmeðaltalið sem er 25%. Einn höfundanna, David Symes sem starfar við Hull háskóla á Bretlandi, segir að síðasta aldarfjórðung hafi söguleg hnignum átt sér stað í evrópskum sjávarútvegi og hann kennir getuleysi stjórnmála- og embættismanna til að standast þrýsting sérhagsmunahópa. Mike Sissenwine, fyrrum forseti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, bendir jafnframt á að önnur þróuð ríki hafi náð mun betri árangri við að vernda fiskistofna og tryggja viðunandi afkomu sjávarútvegsins. Hann bendir á að meðalhagnaður fiskveiðiflota ESB sé 6,5% á meðan hann sé 40% á Nýja Sjálandi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram sú skoðun hans að erfitt sé að ímynda sér að það gangi upp að miðstýringarvaldið í Brussel geti eitt farið með ákvörðunartökuvald fyrir jafn ósamstæðan geira og sjávarútveg allra aðildarríkja ESB.

Um þessar mundir er unnið að endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Jose Borg, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórn sambandsins, hefur viðrað hugmyndir um að vald verði fært til einhverskonar svæðaráða og einstaka ríkisstjórna jafnframt því sem hann vill efla eftirlit með fiskveiðum.

Fram kemur í frétt Financial Times að Fokian Fotiadis, sem er æðsti embættismaður fiskveiða innan sambandsins, hafi sent starfsfólki sínu skýrsluna í tölvupósti þar sem fram kom bann við að leka efni hennar út, en skýrslan mun verða grundvöllur að áðurnefndri endurskoðun á fiskveiðistefnu sambandsins.

Heimildir:
Sameiginleg fiskveiðastefna ESB fær falleinkunn (Viðskiptablaðið 28/09/07)
Report tears into Brussels fishing policy (Financial Times 26/09/07)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þannig að fiskimið Evrópusambandsins eru bara í fínu lagi að þínu mati?

Og er óarðbærni sjávarútvegs Evrópusambandsins þá líka plat?

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

en Kristinn hvað kom fyrir við Nýfundna land. þar var það nú ekki friðuninn sem leiddi til stofnshruns?

Fannar frá Rifi, 1.10.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það er mjög sorglegt að horfa upp á ofveiði og ofnotkun á auðlindum, og vont að aðildarríkin veiði allann þann kvóta sem þeim er úthlutað ef það er ekki ráðlegt. Þeim er samt alveg leyfilegt að nýta ekki allann kvótann ef þeim finnst Brussel vera að úthluta þeim of mikið. Varla eruð þið Heimssýnar menn að hvetja til þess að eftirlit Evrópusambandsins með aðildarþjóðunum verði þá aukið þegar kemur að sjávarútvegsstefnunni? Það er amk ljóst að þetta er ekki ástæða fyrir okkur Íslendinga að ganga ekki í ESB, því við myndum sjálf fara eftir tillögum Hafró, þrátt fyrir að ESB myndi smyrja á þær.

Þetta fannst mér samt áhugaverð frétt, að skotar vilja leita til okkar Íslendinga þegar kemur að endurbótum á sjávarútvegsstefnu ESB. Ég held að það sé alveg ljóst að áhrif okkar innan ESB á fiskveiðistefnu sambandsins væri greinilega mjög mikil! Og fyrst landbúnaðarstefna Evrópusambadnsins er skárri en okkar, þá er bara um að gera að fara sækja um!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.10.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þessi frétt sýnir einfaldlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í hnotskurn og ávexti hennar. Heildarafli er ákveðinn í Brussel ásamt flestu öðru og þetta er afleiðing þess.

Skotar hafa lengi mótmælt sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins eins og Bretar í heild og fleiri. Ekki hefur verið hlustað á þau mótmli til þessa. Þó Skotar sýni sjávarútvegsstefnu okkar Íslendinga áhuga segir það því nákvæmlega ekkert um hugsanleg áhrif okkar í þessum efnum værum við í sambandinu. Þess utan liggur fyrir að þau áhrif yrðu lítil sem engin.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 23:36

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

þarna vantaði þennan línk;

http://www.fishupdate.com/news/fullstory.php/aid/8572/Scotland_extends_invite_to_Iceland_on_EU_fisheries_policy.html

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.10.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 602
  • Frá upphafi: 1116795

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 522
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband